Körfubolti

LeBron James valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í þriðja sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
LeBron James, leikmaður Miami Heat, hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta í þriðja sinn á ferlinum samkvæmt heimildum ESPN. James fær verðlaunin væntanlega afhent á morgun.

James er að vinna þessi verðlaun í þriðja sinn á fjórum árum en aðeins sjö aðrir leikmenn hafa hlotið þessi verðlaun þrisvar á ferlinum en það eru þeir Kareem Abdul-Jabbar, Michael Jordan, Bill Russell, Wilt Chamberlain, Larry Bird, Magic Johnson og Moses Malone.

James var með 27,1 stig, 7,9 fráköst og 6,2 stoðsendingar að meðaltali á þessu tímabili auk þess að hitta úr 54 prósent skota sinna og stela 1.9 boltum að meðaltali í leik.

Aðeins einn leikmaður hefur verið með betri tölur í öllum þessum tölfræðiþáttum á einu tímabili en það er Michael Jordan með Chicago Bulls tímabilið 1988-89 (32,5 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar, 2,9 stolnir og 54 prósent skotnýting).



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×