Einstakur stjarnfræðilegur atburður - Ísland á fremsta bekk Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 12:13 Síðasta þverganga Venusar átti sér stað árið 2004. mynd/AP Einstakur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað í kvöld þegar Venus gengur fyrir sólina. Það má segja að við séum á fremsta bekk en sjónarspilið mun njóta sín afar vel á hinum íslenska næturhimni. „Það er um að gera fyrir Íslendinga að nýta tækifærið í kvöld," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Næsta þverganga Venusar, sem sýnileg verður frá Íslandi, mun eiga sér stað árið 2247." Þvergangan hefst klukkan 22:04 í kvöld og tekur rúmlega sex klukkustundir. Reykjavík verður eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan þvergangan stendur yfir. Göngunni líkur síðan klukkan 04:54.Hér má sjá hvar þverganga verður sýnileg á jörðinni.mynd/StjörnufræðivefurinnStjörnuskoðunarfélagið stendur fyrir samkomu við Perluna í kvöld en þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með þvergöngunni í gegnum sjónauka — einnig verður fylgst með sólgosum og sólblettum. Þá verður viðeigandi hlíðfarbúnaður á staðnum. „Alls ekki horfa í sólina án hlífðarbúnaðar. Við hvetjum fólk til að koma til okkar en við verðum með myrkragleraugu og annað," segir Sævar. Þvergöngur Venusar, þó sjaldgæfar séu, hafa í gegnum tíðina gegnt gríðarlega mikilvægu vísindalegu hlutverki. Þá hafa metnaðarfullir og þolinmóðir vísindamenn lagt í langar leiðir um jarðkringluna til að mæla fjarlægðina milli jarðar og sólar. Þeir sem hafa áhuga á þessum ótrúlega atburði er bent á að kynna sér ítarlega og fróðlega umfjöllun Stjörnufræðivefjarins. Þá má einnig finna upplýsingar um samkomuna í kvöld hér. Venus Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Einstakur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað í kvöld þegar Venus gengur fyrir sólina. Það má segja að við séum á fremsta bekk en sjónarspilið mun njóta sín afar vel á hinum íslenska næturhimni. „Það er um að gera fyrir Íslendinga að nýta tækifærið í kvöld," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Næsta þverganga Venusar, sem sýnileg verður frá Íslandi, mun eiga sér stað árið 2247." Þvergangan hefst klukkan 22:04 í kvöld og tekur rúmlega sex klukkustundir. Reykjavík verður eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan þvergangan stendur yfir. Göngunni líkur síðan klukkan 04:54.Hér má sjá hvar þverganga verður sýnileg á jörðinni.mynd/StjörnufræðivefurinnStjörnuskoðunarfélagið stendur fyrir samkomu við Perluna í kvöld en þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með þvergöngunni í gegnum sjónauka — einnig verður fylgst með sólgosum og sólblettum. Þá verður viðeigandi hlíðfarbúnaður á staðnum. „Alls ekki horfa í sólina án hlífðarbúnaðar. Við hvetjum fólk til að koma til okkar en við verðum með myrkragleraugu og annað," segir Sævar. Þvergöngur Venusar, þó sjaldgæfar séu, hafa í gegnum tíðina gegnt gríðarlega mikilvægu vísindalegu hlutverki. Þá hafa metnaðarfullir og þolinmóðir vísindamenn lagt í langar leiðir um jarðkringluna til að mæla fjarlægðina milli jarðar og sólar. Þeir sem hafa áhuga á þessum ótrúlega atburði er bent á að kynna sér ítarlega og fróðlega umfjöllun Stjörnufræðivefjarins. Þá má einnig finna upplýsingar um samkomuna í kvöld hér.
Venus Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira