Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2012 14:15 Geysir mynd/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. Í vikunni var Landeigendafélag Geysis í Haukadal í Biskupstungum stofnað formlega en að því standa allir landeigendur á Haukadalstorfunni, sem eiga 65% hlut af svæðinu en ríkið á 35%. Hlutverk félagsins verður að standa að uppbyggingu og vernd svæðisins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fagnar nýja félaginu. „Ég tel að það sé að mörgu leiti jákvætt að við séum þarna komin með einn viðmælanda. Það er því skýrt við hvern sé verið að tala við." Svandís er þó á því að ríkið eigi að kaupa allt landið í Haukadal. „Ég ítreka það að þessu væri lang best fyrirkomið ef það væri bæði í eigu og umsjá almennings." Þannig að þú vilt að ríkið eignist allt landið? „Það sem er þarna innan girðingar ætti að vera í eigu almennings. Það er eðlilegast. Þar sem að þetta er skýr og klár náttúruperla. Þá getum við haldið utan um landið og sýnt því þá virðingu sem það á skilið."En hvað segir umhverfisráðherra um gjaldtöku á fjölmennustu ferðamannastöðunum á Íslandi? „Allra mest geld ég varhug af því að einkaaðilar sem eru landeigendur á mikilvægum ferðamannastöðum fari að taka gjald inn á slíka staði. Þá er hætt við því að frekar verði um að ræða gróðastarfsemi heldur en að gjaldtakan renni beinlínis til þess að gera landinu til góða.Þannig að þú ert hlynnt gjaldtöku þegar ríkið er annars vegar? „Ég er hlynnt því að við finnum leiðir til þess að þessi atvinnugrein standi straum af þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er fyrir náttúruvernd á Íslandi. Mér er sagt að yfir 80 prósent þeirra sem sækja Ísland heim geri það náttúrunnar vegna. Ég tel það vera eðlilegt að eitthvað af því fjármagni sem að leggst til við komi ferðamanna renni til uppbyggingar á náttúru Íslands."Hvað sérðu fyrir þér að það muni kosta að skoða Geysi, Skógarfoss eða Seljalandsfoss? „Ég ætla ekki að nefna tölu," segir Svandís að lokum. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. Í vikunni var Landeigendafélag Geysis í Haukadal í Biskupstungum stofnað formlega en að því standa allir landeigendur á Haukadalstorfunni, sem eiga 65% hlut af svæðinu en ríkið á 35%. Hlutverk félagsins verður að standa að uppbyggingu og vernd svæðisins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fagnar nýja félaginu. „Ég tel að það sé að mörgu leiti jákvætt að við séum þarna komin með einn viðmælanda. Það er því skýrt við hvern sé verið að tala við." Svandís er þó á því að ríkið eigi að kaupa allt landið í Haukadal. „Ég ítreka það að þessu væri lang best fyrirkomið ef það væri bæði í eigu og umsjá almennings." Þannig að þú vilt að ríkið eignist allt landið? „Það sem er þarna innan girðingar ætti að vera í eigu almennings. Það er eðlilegast. Þar sem að þetta er skýr og klár náttúruperla. Þá getum við haldið utan um landið og sýnt því þá virðingu sem það á skilið."En hvað segir umhverfisráðherra um gjaldtöku á fjölmennustu ferðamannastöðunum á Íslandi? „Allra mest geld ég varhug af því að einkaaðilar sem eru landeigendur á mikilvægum ferðamannastöðum fari að taka gjald inn á slíka staði. Þá er hætt við því að frekar verði um að ræða gróðastarfsemi heldur en að gjaldtakan renni beinlínis til þess að gera landinu til góða.Þannig að þú ert hlynnt gjaldtöku þegar ríkið er annars vegar? „Ég er hlynnt því að við finnum leiðir til þess að þessi atvinnugrein standi straum af þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er fyrir náttúruvernd á Íslandi. Mér er sagt að yfir 80 prósent þeirra sem sækja Ísland heim geri það náttúrunnar vegna. Ég tel það vera eðlilegt að eitthvað af því fjármagni sem að leggst til við komi ferðamanna renni til uppbyggingar á náttúru Íslands."Hvað sérðu fyrir þér að það muni kosta að skoða Geysi, Skógarfoss eða Seljalandsfoss? „Ég ætla ekki að nefna tölu," segir Svandís að lokum.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira