Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2012 14:15 Geysir mynd/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. Í vikunni var Landeigendafélag Geysis í Haukadal í Biskupstungum stofnað formlega en að því standa allir landeigendur á Haukadalstorfunni, sem eiga 65% hlut af svæðinu en ríkið á 35%. Hlutverk félagsins verður að standa að uppbyggingu og vernd svæðisins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fagnar nýja félaginu. „Ég tel að það sé að mörgu leiti jákvætt að við séum þarna komin með einn viðmælanda. Það er því skýrt við hvern sé verið að tala við." Svandís er þó á því að ríkið eigi að kaupa allt landið í Haukadal. „Ég ítreka það að þessu væri lang best fyrirkomið ef það væri bæði í eigu og umsjá almennings." Þannig að þú vilt að ríkið eignist allt landið? „Það sem er þarna innan girðingar ætti að vera í eigu almennings. Það er eðlilegast. Þar sem að þetta er skýr og klár náttúruperla. Þá getum við haldið utan um landið og sýnt því þá virðingu sem það á skilið."En hvað segir umhverfisráðherra um gjaldtöku á fjölmennustu ferðamannastöðunum á Íslandi? „Allra mest geld ég varhug af því að einkaaðilar sem eru landeigendur á mikilvægum ferðamannastöðum fari að taka gjald inn á slíka staði. Þá er hætt við því að frekar verði um að ræða gróðastarfsemi heldur en að gjaldtakan renni beinlínis til þess að gera landinu til góða.Þannig að þú ert hlynnt gjaldtöku þegar ríkið er annars vegar? „Ég er hlynnt því að við finnum leiðir til þess að þessi atvinnugrein standi straum af þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er fyrir náttúruvernd á Íslandi. Mér er sagt að yfir 80 prósent þeirra sem sækja Ísland heim geri það náttúrunnar vegna. Ég tel það vera eðlilegt að eitthvað af því fjármagni sem að leggst til við komi ferðamanna renni til uppbyggingar á náttúru Íslands."Hvað sérðu fyrir þér að það muni kosta að skoða Geysi, Skógarfoss eða Seljalandsfoss? „Ég ætla ekki að nefna tölu," segir Svandís að lokum. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. Í vikunni var Landeigendafélag Geysis í Haukadal í Biskupstungum stofnað formlega en að því standa allir landeigendur á Haukadalstorfunni, sem eiga 65% hlut af svæðinu en ríkið á 35%. Hlutverk félagsins verður að standa að uppbyggingu og vernd svæðisins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fagnar nýja félaginu. „Ég tel að það sé að mörgu leiti jákvætt að við séum þarna komin með einn viðmælanda. Það er því skýrt við hvern sé verið að tala við." Svandís er þó á því að ríkið eigi að kaupa allt landið í Haukadal. „Ég ítreka það að þessu væri lang best fyrirkomið ef það væri bæði í eigu og umsjá almennings." Þannig að þú vilt að ríkið eignist allt landið? „Það sem er þarna innan girðingar ætti að vera í eigu almennings. Það er eðlilegast. Þar sem að þetta er skýr og klár náttúruperla. Þá getum við haldið utan um landið og sýnt því þá virðingu sem það á skilið."En hvað segir umhverfisráðherra um gjaldtöku á fjölmennustu ferðamannastöðunum á Íslandi? „Allra mest geld ég varhug af því að einkaaðilar sem eru landeigendur á mikilvægum ferðamannastöðum fari að taka gjald inn á slíka staði. Þá er hætt við því að frekar verði um að ræða gróðastarfsemi heldur en að gjaldtakan renni beinlínis til þess að gera landinu til góða.Þannig að þú ert hlynnt gjaldtöku þegar ríkið er annars vegar? „Ég er hlynnt því að við finnum leiðir til þess að þessi atvinnugrein standi straum af þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er fyrir náttúruvernd á Íslandi. Mér er sagt að yfir 80 prósent þeirra sem sækja Ísland heim geri það náttúrunnar vegna. Ég tel það vera eðlilegt að eitthvað af því fjármagni sem að leggst til við komi ferðamanna renni til uppbyggingar á náttúru Íslands."Hvað sérðu fyrir þér að það muni kosta að skoða Geysi, Skógarfoss eða Seljalandsfoss? „Ég ætla ekki að nefna tölu," segir Svandís að lokum.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira