NBA: Níu sigrar í röð hjá Los Angeles Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2012 10:45 Blake Griffin. Mynd/AP Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann Milwaukee Bucks örugglega. New York Knicks vann án Carmelo Anthony og er enn ósigrað á heimavelli, Miami Heat vann sinn leik og San Antonio Spurs landaði sigri þrátt fyrir að missa Manu Ginobili meiddan af velli. Minnesota Timberwolves fagnaði líka endurkomu Ricky Rubio með því að vinna Dallas Mavericks í framlengdum leik.Matt Barnes skoraði 21 stig og Blake Griffin var með 18 stig og 11 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 111-85 útisigur á Milwaukee Bucks. Griffin náði þremur mögnuðum troðslum á stuttum tíma í þriðja leikhluta en Clippers-liðið vann þarna sinn níunda leik í röð og hefur ekki unnið fleiri leiki í röð síðan að félagið vann 11 leiki í röð sem Buffalo Braves tímabilið 1974 til 1975.Raymond Felton skoraði 25 stig og Tyson Chandler bætti við 23 stigum þegar New York Knicks vann 103-102 sigur á Cleveland Cavaliers þrátt fyrir að leika án Carmelo Anthony. New York hefur unnið alla tíu leiki sína í Madison Square Garden í vetur. Kyrie Irving skoraði 41 stig fyrir Cavs en Anderson Varejao átti möguleika á því að tryggja liðinu framlengingu en klikkaði á vítaskoti sekúndu fyrir leikslok.LeBron James var með 23 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann Washington Wizards 102-72 en Miami-liðið leiddi allan tímann. Þetta var 42. leikurinn í röð þar sem James skorar 20 stig eða meira. Udonis Haslem og Dwyane Wade voru báðir með 13 stig. Bradley Beal var stigahæstur hjá Washington með 19 stig og Cartier Martin skoraði 18 stig.Tony Parker var með 22 stig og 8 stoðsendingar í 103-88 sigri San Antonio Spurs á Boston Celtics. Gary Neal var með 20 stig en Spurs-liðið missti Manu Ginobili meiddan af velli í fyrsta leikhlutanum. San Antonio hefur unnið 8 af 10 heimaleikjum sínum í vetur. Paul Pierce og Jason Terry voru báðir með 18 stig fyrir Boston.Ricky Rubio átti fína endurkomu eftir krossbandsslit þegar Minnesota Timberwolves vann 114-106 heimasigur á Dallas Mavericks eftir framlengingu. Rubio var með 8 stig og 9 stoðsendingar á 18 mínútum en stigahæstur var Nikola Pekovic með 21 stig. Liðið lék án Kevin Love sem var veikur en Andrei Kirilenko skoraði 5 af 14 stigum sínum í framlengunni. O.J. Mayo var með 20 stig hjá Dallas.David Lee var með 20 stig og 11 fráköst og Stephen Curry bætti við 18 stigum og 11 stoðsendingum þegar Golden State Warriors vann 115-93 útisigur á Atlanta Hawks en Golden State vann 6 af 7 leikjm á þessari útivallrreisu sinni um Austurströndina. Harrison Barnes og Carl Landry skoruðu báðir 19 stig fyrir Golden State en Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 17 stig.Joakim Noah skoraði 12 stig og tók 10 fráköst í 83-82 endurkomusigri Chicago Bulls á Brooklyn Nets. Chicago hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum en liðið náði 8-0 spretti á lokakafla leiksins. Brook Lopez var með 18 stig og 10 fráköst á 25 mínútum fyrir Nets en Marco Belinelli var stigahæstur hjá Chicago með 19 stig.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Atlanta Hawks - Golden State Warriors 93-115 Charlotte Bobcats - Orlando Magic 98-107 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 103-102 Miami Heat - Washington Wizards 102-72 Detroit Pistons - Indiana Pacers 77-88 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 83-82 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 114-106 (framlenging) Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 85-111 San Antonio Spurs - Boston Celtics 103-88 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 86-99 NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann Milwaukee Bucks örugglega. New York Knicks vann án Carmelo Anthony og er enn ósigrað á heimavelli, Miami Heat vann sinn leik og San Antonio Spurs landaði sigri þrátt fyrir að missa Manu Ginobili meiddan af velli. Minnesota Timberwolves fagnaði líka endurkomu Ricky Rubio með því að vinna Dallas Mavericks í framlengdum leik.Matt Barnes skoraði 21 stig og Blake Griffin var með 18 stig og 11 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 111-85 útisigur á Milwaukee Bucks. Griffin náði þremur mögnuðum troðslum á stuttum tíma í þriðja leikhluta en Clippers-liðið vann þarna sinn níunda leik í röð og hefur ekki unnið fleiri leiki í röð síðan að félagið vann 11 leiki í röð sem Buffalo Braves tímabilið 1974 til 1975.Raymond Felton skoraði 25 stig og Tyson Chandler bætti við 23 stigum þegar New York Knicks vann 103-102 sigur á Cleveland Cavaliers þrátt fyrir að leika án Carmelo Anthony. New York hefur unnið alla tíu leiki sína í Madison Square Garden í vetur. Kyrie Irving skoraði 41 stig fyrir Cavs en Anderson Varejao átti möguleika á því að tryggja liðinu framlengingu en klikkaði á vítaskoti sekúndu fyrir leikslok.LeBron James var með 23 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann Washington Wizards 102-72 en Miami-liðið leiddi allan tímann. Þetta var 42. leikurinn í röð þar sem James skorar 20 stig eða meira. Udonis Haslem og Dwyane Wade voru báðir með 13 stig. Bradley Beal var stigahæstur hjá Washington með 19 stig og Cartier Martin skoraði 18 stig.Tony Parker var með 22 stig og 8 stoðsendingar í 103-88 sigri San Antonio Spurs á Boston Celtics. Gary Neal var með 20 stig en Spurs-liðið missti Manu Ginobili meiddan af velli í fyrsta leikhlutanum. San Antonio hefur unnið 8 af 10 heimaleikjum sínum í vetur. Paul Pierce og Jason Terry voru báðir með 18 stig fyrir Boston.Ricky Rubio átti fína endurkomu eftir krossbandsslit þegar Minnesota Timberwolves vann 114-106 heimasigur á Dallas Mavericks eftir framlengingu. Rubio var með 8 stig og 9 stoðsendingar á 18 mínútum en stigahæstur var Nikola Pekovic með 21 stig. Liðið lék án Kevin Love sem var veikur en Andrei Kirilenko skoraði 5 af 14 stigum sínum í framlengunni. O.J. Mayo var með 20 stig hjá Dallas.David Lee var með 20 stig og 11 fráköst og Stephen Curry bætti við 18 stigum og 11 stoðsendingum þegar Golden State Warriors vann 115-93 útisigur á Atlanta Hawks en Golden State vann 6 af 7 leikjm á þessari útivallrreisu sinni um Austurströndina. Harrison Barnes og Carl Landry skoruðu báðir 19 stig fyrir Golden State en Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 17 stig.Joakim Noah skoraði 12 stig og tók 10 fráköst í 83-82 endurkomusigri Chicago Bulls á Brooklyn Nets. Chicago hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum en liðið náði 8-0 spretti á lokakafla leiksins. Brook Lopez var með 18 stig og 10 fráköst á 25 mínútum fyrir Nets en Marco Belinelli var stigahæstur hjá Chicago með 19 stig.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Atlanta Hawks - Golden State Warriors 93-115 Charlotte Bobcats - Orlando Magic 98-107 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 103-102 Miami Heat - Washington Wizards 102-72 Detroit Pistons - Indiana Pacers 77-88 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 83-82 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 114-106 (framlenging) Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 85-111 San Antonio Spurs - Boston Celtics 103-88 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 86-99
NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira