Íslenski boltinn

Paul McShane til Aftureldingar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pétur Magnússon, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Aftureldingu, ásamt McShane í kvöld.
Pétur Magnússon, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Aftureldingu, ásamt McShane í kvöld. Mynd/Afturelding
Paul McShane samdi í kvöld við Aftrueldingu og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins í 2. deild karla. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Aftureldingu í kvöld.

McShane kom til liðsins frá Grindavík þar sem hann hefur leikið lengst af síðan hann kom fyrst til landsins árið 1998. Hann hefur einnig spilað með Fram og Keflavík á ferlinum.

McShane er 34 ára gamall en hann hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með Grindavíkur í sumar.

Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Aftureldingu sem er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur á eftir toppliðum KV og Reynis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×