Gnarr fer á færeyskt Gaypride í Þórshöfn 24. júlí 2012 09:15 Þessi mynd af borgarstjóranum var send úr Ráðhúsinu til færeyska blaðsins Dimmalættings. Óljóst er hvort Jón Gnarr verður í þessu gervi í færeysku gleðigöngunni. „Búningurinn verður surprise,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sem tekur þátt í gleðigöngunni Faroe Pride í Færeyjum á föstudaginn. Jón verður gestur Þórshafnar frá því á morgun og þar til á mánudag. Hann tekur þátt í ýmsum dagskrárliðum sem hluta af opinberu heimsókninni, meðal annars Ólafsvökunni víðfrægu. Faroe Pride er þó ekki hluti af dagskránni sem gestgjafarnir hafa skipulagt fyrir reykvíska borgarstjórann. „Ég frétti eftir á að gangan væri á sama tíma og ég er þarna þannig að ég bað um að fá að taka þátt í henni. Aðstandendur göngunnar voru himinlifandi,“ segir Jón sem kveðst einfaldlega hafa viljað nota tækifærið til að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra í Færeyjum. Þar er umburðarlyndi fyrir samkynhneigð ekki það sama og á Íslandi og málefnið því umdeildara en hér. „Eitt sem við Íslendingar höfum að miðla er mannréttindi, umburðarlyndi og náungakærleikur. Við erum til algerrar fyrirmyndar þegar kemur að réttindamálum samkynhneigðra,“ undirstrikar borgarstjórinn, sem játar því að vera búinn að máta búning fyrir gönguna en kveður hann þó leyndarmál þar til í göngunni síðdegis á föstudaginn sem fyrr segir. Jón kveðst oft hafa furðað sig á að ekki skuli vera meiri samgangur milli Íslendinga og Færeyinga og Grænlendinga. Stuðla megi að breytingu á því í gegnum samstarf borgarinnar við höfuðstaðina Nuuk og Þórshöfn. „Ég hef lýst því yfir þegar ég hef hitt fulltrúa frá Þórshöfn og Nuuk að ég hafi áhuga á því að auka samstarfið,“ segir Jón. Borgarstjórinn segir áberandi hversu margir Íslendingar hafi á orði að þá hafa alla tíð langað að fara til Færeyja og Grænlands en fáir láti samt verða af því. Sjálfur sé hann einmitt einn af þeim sem hafi alltaf langað til Færeyja en aldrei farið. „Ég hlakka til að sjá Færeyjar og Þórshöfn,“ segir Jón sem meðal annars fær útsýnissiglingu í eyjuna Koltur á fimmtudaginn. „Síðan fæ ég að sjá nokkur atriði á Ólafsvökunni og upplifa hvernig hún er. Þetta verður mjög spennandi.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
„Búningurinn verður surprise,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sem tekur þátt í gleðigöngunni Faroe Pride í Færeyjum á föstudaginn. Jón verður gestur Þórshafnar frá því á morgun og þar til á mánudag. Hann tekur þátt í ýmsum dagskrárliðum sem hluta af opinberu heimsókninni, meðal annars Ólafsvökunni víðfrægu. Faroe Pride er þó ekki hluti af dagskránni sem gestgjafarnir hafa skipulagt fyrir reykvíska borgarstjórann. „Ég frétti eftir á að gangan væri á sama tíma og ég er þarna þannig að ég bað um að fá að taka þátt í henni. Aðstandendur göngunnar voru himinlifandi,“ segir Jón sem kveðst einfaldlega hafa viljað nota tækifærið til að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra í Færeyjum. Þar er umburðarlyndi fyrir samkynhneigð ekki það sama og á Íslandi og málefnið því umdeildara en hér. „Eitt sem við Íslendingar höfum að miðla er mannréttindi, umburðarlyndi og náungakærleikur. Við erum til algerrar fyrirmyndar þegar kemur að réttindamálum samkynhneigðra,“ undirstrikar borgarstjórinn, sem játar því að vera búinn að máta búning fyrir gönguna en kveður hann þó leyndarmál þar til í göngunni síðdegis á föstudaginn sem fyrr segir. Jón kveðst oft hafa furðað sig á að ekki skuli vera meiri samgangur milli Íslendinga og Færeyinga og Grænlendinga. Stuðla megi að breytingu á því í gegnum samstarf borgarinnar við höfuðstaðina Nuuk og Þórshöfn. „Ég hef lýst því yfir þegar ég hef hitt fulltrúa frá Þórshöfn og Nuuk að ég hafi áhuga á því að auka samstarfið,“ segir Jón. Borgarstjórinn segir áberandi hversu margir Íslendingar hafi á orði að þá hafa alla tíð langað að fara til Færeyja og Grænlands en fáir láti samt verða af því. Sjálfur sé hann einmitt einn af þeim sem hafi alltaf langað til Færeyja en aldrei farið. „Ég hlakka til að sjá Færeyjar og Þórshöfn,“ segir Jón sem meðal annars fær útsýnissiglingu í eyjuna Koltur á fimmtudaginn. „Síðan fæ ég að sjá nokkur atriði á Ólafsvökunni og upplifa hvernig hún er. Þetta verður mjög spennandi.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira