NBA: New York í stuði undir stjórn nýja þjálfarans | Spurs vann OKC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2012 11:00 Leikmenn New York fagna í nótt. Mynd/AP New York Knicks vann annan sannfærandi sigurinn í röð undir stjórn nýja þjálfarans Mike Woodson í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami var næstum því búið að missa niður 29 stiga forskot, San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder, Los Angeles Lakers vann Minnesota og Chicago Bulls tapaði óvænt fyrir Portland. Tyson Chandler var með 16 stig og Jeremy Lin skoraði 13 stig þegar New York Knicks vann 115-100 sigur á Indiana Pacers en New York var annan leikinn í röð með yfirburðaforystu allan leikinn. JR Smith skoraði 16 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 12 stig. Darren Collison skoraði mest fyrir Indiana eða 15 stig. Tony Parker skoraði 25 stig og Tim Duncan var með 16 stig og 19 fráköst þegar San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder 114-105 en Spurs minnkaði þar með forskot Thunder á toppi Vesturdeildarinnar. San Antonio náði mest 27 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum. Russell Westbrook skoraði 36 stig fyrir Oklahoma City og Kevin Durant var með 25 stig en OKC er enn með þriggja leikja forskot á Spurs. Miami Heat var næstum því búið að missa niður 29 stiga forystu í seinni hálfleik þegar liðið vann 84-78 sigur á Philadelphia 76ers og endaði með því tveggja leikja taphrinu. LeBron James var 29 stig (7 fráköst, 8 stoðsendingar) og Dwyane Wade skoraði 12 stig og tók 10 fráköst. Evan Turner var stigahæstur hjá Sixers með 13 stig. Þetta var fyrsti útisigur Miami í fimm leikjum.Mynd/APKobe Bryant skoraði 28 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Andrew Bynum var með 15 stig og 14 fráköst og Pau Gasol skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Lakers án Derek Fisher í byrjunarliðinu síðan snemma á árinu 2007. Kevin Love var með 27 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. LaMarcus Aldridge var með 21 stig og Wesley Matthews skoraði 18 stig þegar Portland Trail Blazers vann 100-89 útisigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið vann Miami kvöldið áður en lék án Derrick Rose eins og þá. Þetta var fyrsti leikur Portland eftir vorhreinsunina þar sem meðal annars þjálfarinn Nate McMillan var rekinn. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Chicago með 22 stig og 14 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APPhiladelphia 76ers - Miami Heat 78-84 Orlando Magic - New Jersey Nets 86-70 New York Knicks - Indiana Pacers 115-100 Atlanta Hawks - Washington Wizards 102-88 Chicago Bulls - Portland Trail Blazers 89-100 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 110-114 (framlenging) Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 105-114 Phoenix Suns - Detroit Pistons 109-101 Sacramento Kings - Boston Celtics 120-95 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 97-92 Golden State Warriors - Milwaukee Bucks 98-120 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
New York Knicks vann annan sannfærandi sigurinn í röð undir stjórn nýja þjálfarans Mike Woodson í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami var næstum því búið að missa niður 29 stiga forskot, San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder, Los Angeles Lakers vann Minnesota og Chicago Bulls tapaði óvænt fyrir Portland. Tyson Chandler var með 16 stig og Jeremy Lin skoraði 13 stig þegar New York Knicks vann 115-100 sigur á Indiana Pacers en New York var annan leikinn í röð með yfirburðaforystu allan leikinn. JR Smith skoraði 16 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 12 stig. Darren Collison skoraði mest fyrir Indiana eða 15 stig. Tony Parker skoraði 25 stig og Tim Duncan var með 16 stig og 19 fráköst þegar San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder 114-105 en Spurs minnkaði þar með forskot Thunder á toppi Vesturdeildarinnar. San Antonio náði mest 27 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum. Russell Westbrook skoraði 36 stig fyrir Oklahoma City og Kevin Durant var með 25 stig en OKC er enn með þriggja leikja forskot á Spurs. Miami Heat var næstum því búið að missa niður 29 stiga forystu í seinni hálfleik þegar liðið vann 84-78 sigur á Philadelphia 76ers og endaði með því tveggja leikja taphrinu. LeBron James var 29 stig (7 fráköst, 8 stoðsendingar) og Dwyane Wade skoraði 12 stig og tók 10 fráköst. Evan Turner var stigahæstur hjá Sixers með 13 stig. Þetta var fyrsti útisigur Miami í fimm leikjum.Mynd/APKobe Bryant skoraði 28 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Andrew Bynum var með 15 stig og 14 fráköst og Pau Gasol skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Lakers án Derek Fisher í byrjunarliðinu síðan snemma á árinu 2007. Kevin Love var með 27 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. LaMarcus Aldridge var með 21 stig og Wesley Matthews skoraði 18 stig þegar Portland Trail Blazers vann 100-89 útisigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið vann Miami kvöldið áður en lék án Derrick Rose eins og þá. Þetta var fyrsti leikur Portland eftir vorhreinsunina þar sem meðal annars þjálfarinn Nate McMillan var rekinn. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Chicago með 22 stig og 14 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APPhiladelphia 76ers - Miami Heat 78-84 Orlando Magic - New Jersey Nets 86-70 New York Knicks - Indiana Pacers 115-100 Atlanta Hawks - Washington Wizards 102-88 Chicago Bulls - Portland Trail Blazers 89-100 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 110-114 (framlenging) Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 105-114 Phoenix Suns - Detroit Pistons 109-101 Sacramento Kings - Boston Celtics 120-95 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 97-92 Golden State Warriors - Milwaukee Bucks 98-120 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira