Evrópa hélt Ryder-bikarnum eftir ótrúlega endurkomu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2012 22:34 Kaymer fagnar púttinu sínu á átjándu. Nordic Photos / Getty Images Evrópa vann í dag ótrúlegan sigur í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Keppnislið Evrópu fékk fjórtán og hálfan vinning og vann því bandaríska liðið með minnsta mun. Bandaríkin hafði væna forystu, 10-6, þegar tvímenningurinn hófst í dag og lengi vel leit út fyrir að Evrópumenn myndu ekki ná að ógna forystunni að nokkru ráði. En hver Evrópumaðurinn á fætur öðrum reyndist sterkari á síðustu holunum og söxuðu þeir á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Francesco Molinari tryggði Evrópu svo sigurinn með því að halda jöfnu gegn Tiger Woods í síðustu viðureigninni í tvímenningi. Reyndar hefði jafntefli, 14-14, dugað Evrópu til að halda bikarnum þar sem Evrópumenn voru handhafar bikarsins. Það kom í hlut Þjóðverjans Martin Kaymer að tryggja fjórtánda stigið og gerði hann það með rúmlega tveggja metra pútti á átjándu holu í viðureign sinni gegn Steve Stricker. Kaymer sýndi stáltaugar þegar hann setti púttið niður og eftir það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti Evrópumanna á vellinum. Tiger átti sigurinn vísan í sinni viðureign en missti stutt pútt og gaf svo Molinari sigurinn. Tiger átti skelfilega helgi og fékk aðeins hálfan vinning af fjórum mögulegum. „Þetta var ólýsanlegt," sagði Kaymer eftir sigurinn. „Ég var afar taugaóstyrkur á síðustu 2-3 holunum. Olazabal [fyrirliði Evrópu] kom til mín og sagði að við þyrftum stigið mitt til að halda bikarnum. Ég elska þá tilfinningu." „Það er ekki hægt að bera þetta saman við pressuna sem fylgir því að vinna stórmót. Það vinnur maður fyrir sjálfan sig. En í dag heyrði ég í liðinu mínu og öllu fólkinu. Tímabilið hefur ekki verið gott hjá mér en dagurinn var góður fyrir sjálfstraustið mitt." Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Evrópa vann í dag ótrúlegan sigur í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Keppnislið Evrópu fékk fjórtán og hálfan vinning og vann því bandaríska liðið með minnsta mun. Bandaríkin hafði væna forystu, 10-6, þegar tvímenningurinn hófst í dag og lengi vel leit út fyrir að Evrópumenn myndu ekki ná að ógna forystunni að nokkru ráði. En hver Evrópumaðurinn á fætur öðrum reyndist sterkari á síðustu holunum og söxuðu þeir á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Francesco Molinari tryggði Evrópu svo sigurinn með því að halda jöfnu gegn Tiger Woods í síðustu viðureigninni í tvímenningi. Reyndar hefði jafntefli, 14-14, dugað Evrópu til að halda bikarnum þar sem Evrópumenn voru handhafar bikarsins. Það kom í hlut Þjóðverjans Martin Kaymer að tryggja fjórtánda stigið og gerði hann það með rúmlega tveggja metra pútti á átjándu holu í viðureign sinni gegn Steve Stricker. Kaymer sýndi stáltaugar þegar hann setti púttið niður og eftir það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti Evrópumanna á vellinum. Tiger átti sigurinn vísan í sinni viðureign en missti stutt pútt og gaf svo Molinari sigurinn. Tiger átti skelfilega helgi og fékk aðeins hálfan vinning af fjórum mögulegum. „Þetta var ólýsanlegt," sagði Kaymer eftir sigurinn. „Ég var afar taugaóstyrkur á síðustu 2-3 holunum. Olazabal [fyrirliði Evrópu] kom til mín og sagði að við þyrftum stigið mitt til að halda bikarnum. Ég elska þá tilfinningu." „Það er ekki hægt að bera þetta saman við pressuna sem fylgir því að vinna stórmót. Það vinnur maður fyrir sjálfan sig. En í dag heyrði ég í liðinu mínu og öllu fólkinu. Tímabilið hefur ekki verið gott hjá mér en dagurinn var góður fyrir sjálfstraustið mitt."
Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira