Tíska og hönnun

M.I.A. og Versace taka höndum saman

Litrík M.I.A. sést hér klæðast Versace frá toppi til táar.
Litrík M.I.A. sést hér klæðast Versace frá toppi til táar. nordicphotos/getty
TískaSöngkonan M.I.A. staðfesti nýverið að hún hefði tekið höndum saman við ítalska tískuhúsið Versace. Söngkonan vildi ekki gefa upp nánari upplýsingar um samstarfið við Versace en birti mynd af tölvuskjá sínum og þar mátti sjá möppur með heitinu „Versace Prints“, „Bootleg Versace“ og „Versace Outlines“. Því er ljóst að hlutverk M.I.A. er töluvert.

Yfirhönnuður tískuhússins er Donatella Versace og tók hún við stjórnartaumunum eftir að bróðir hennar, Gianni Versace, var myrtur. Hönnun tískuhússins þykir glysgjörn og kvenleg. M.I.A. útskrifaðist með gráðu í myndlist og kvikmyndagerð frá Central St. Martins skólanum í London og vann um hríð sem grafískur hönnuður áður en hún sneri sér að tónlist. Söngkonan er engu minna þekkt fyrir litríkan klæðnað sinn og því er víst að samstarf hennar og Versace verður ekki dauflegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×