Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar 27. mars 2012 14:18 Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: „Ráðleggingar mínar til hennar voru fyrst og fremst þær að leggja spilin á borðið, þ.e. að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Vegna þess sem fram kom í máli Sigrúnar Ágústu í fyrri samskiptum sem ég hafði átt við hana um samskipti hennar og stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, taldi ég að ljóst mætti vera hver hefði haft tögl og hagldir í fyrrgreindri atburðarás. Fráleit er því sú umfjöllun Morgunblaðsins að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu eða lagt að henni að hagræða vitnisburði sínum, að líkindum á þann veg að hann væri ekki sannleikanum samkvæmur. Það kom mér aldrei til hugar." Forsagan er sú að Þórður á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. Þórður segir að það sé ranglega ályktað. Hann segist ekki geta séð annað en að annarlegar hvatir liggi að baki þessu háttalagi Sigrúnar Ágústu. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni: YFIRLÝSING ÞÓRÐAR CLAUSEN ÞÓRÐARSONARvegna umfjöllunar Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu undir fyrir sögnunum „Segir að Gunnar hafi beitt hræðslustjórnun" og „Reyndi að hafa áhrif á vitnisburð"Í Morgunblaðinu í dag, 27. mars 2012, birtist umfjöllun Agnesar Bragadóttur um samskipti mín við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Sigrún Ágústa hefur verið ákærð ásamt stjórnarformanni og stjórnarmönnum lífeyrissjóðsins í tengslum við m.a. meintar ólögmætar lánveitingar lífeyrissjóðsins til Kópavogsbæjar.Það er ranglega ályktað að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu í fyrrgreindu sakamáli eða lagt að henni að hagræða á einhvern hátt þeim framburði. Ég hafði átt gott samstarf við Sigrúnu Ágústu og þekkti hana ekki af öðru en heiðarleika. Í fyrri samskiptum okkar hafði hún sagt mér frá því að stjórnarformaður lífeyrissjóðsins hafi hótað sér brottrekstri nokkru fyrir hrunið er hún lagðist gegn tilteknum ráðstöfunum á fjármunum sjóðsins þar sem hún taldi þær óráð. Skrifaði hún stjórnarformanninum bréf þar sem hún mótmælti framkomu hans. Þetta var á allra vitorði.Samskipti þau sem um er fjallað í Morgunblaðinu og vörðuðu fyrrgreint sakamál voru að frumkvæði Sigrúnar Ágústu. Ég fann til með henni þar sem hún var búin að vera atvinnulaus í um tvö ár og vildi því liðsinna henni sem gamall vinur. Ég hafði unnið ýmis lögfræðistörf fyrir lífeyrissjóðinn undir framkvæmdastjórn Sigrúnar Ágústu um árabil og tengdust þau ekki störfum mínum fyrir Kópavogsbæ.Ráðleggingar mínar til hennar voru fyrst og fremst þær að leggja spilin á borðið, þ.e. að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Vegna þess sem fram kom í máli Sigrúnar Ágústu í fyrri samskiptum sem ég hafði átt við hana um samskipti hennar og stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, taldi ég að ljóst mætti vera hver hefði haft tögl og hagldir í fyrrgreindri atburðarás. Fráleit er því sú umfjöllun Morgunblaðsins að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu eða lagt að henni að hagræða vitnisburði sínum, að líkindum á þann veg að hann væri ekki sannleikanum samkvæmur. Það kom mér aldrei til hugar.Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að Sigrún Ágústa skyldi með ólögmætum hætti hljóðrita símtal okkar. Ég taldi mig vera að veita Sigrúnu Ágústu liðsinni eftir minni bestu vitund og þekkingu á málinu og veldur framkoma hennar mér því vonbrigðum. Ekkert annað en annarlegar hvatir geta legið að baki þessu háttalagi.Ég mun að öðru leyti ekki tjá mig frekar um mál þetta eða tengt sakamál.Virðingarfyllst, Þórður Clausen Þórðarson Tengdar fréttir Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: „Ráðleggingar mínar til hennar voru fyrst og fremst þær að leggja spilin á borðið, þ.e. að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Vegna þess sem fram kom í máli Sigrúnar Ágústu í fyrri samskiptum sem ég hafði átt við hana um samskipti hennar og stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, taldi ég að ljóst mætti vera hver hefði haft tögl og hagldir í fyrrgreindri atburðarás. Fráleit er því sú umfjöllun Morgunblaðsins að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu eða lagt að henni að hagræða vitnisburði sínum, að líkindum á þann veg að hann væri ekki sannleikanum samkvæmur. Það kom mér aldrei til hugar." Forsagan er sú að Þórður á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. Þórður segir að það sé ranglega ályktað. Hann segist ekki geta séð annað en að annarlegar hvatir liggi að baki þessu háttalagi Sigrúnar Ágústu. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni: YFIRLÝSING ÞÓRÐAR CLAUSEN ÞÓRÐARSONARvegna umfjöllunar Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu undir fyrir sögnunum „Segir að Gunnar hafi beitt hræðslustjórnun" og „Reyndi að hafa áhrif á vitnisburð"Í Morgunblaðinu í dag, 27. mars 2012, birtist umfjöllun Agnesar Bragadóttur um samskipti mín við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Sigrún Ágústa hefur verið ákærð ásamt stjórnarformanni og stjórnarmönnum lífeyrissjóðsins í tengslum við m.a. meintar ólögmætar lánveitingar lífeyrissjóðsins til Kópavogsbæjar.Það er ranglega ályktað að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu í fyrrgreindu sakamáli eða lagt að henni að hagræða á einhvern hátt þeim framburði. Ég hafði átt gott samstarf við Sigrúnu Ágústu og þekkti hana ekki af öðru en heiðarleika. Í fyrri samskiptum okkar hafði hún sagt mér frá því að stjórnarformaður lífeyrissjóðsins hafi hótað sér brottrekstri nokkru fyrir hrunið er hún lagðist gegn tilteknum ráðstöfunum á fjármunum sjóðsins þar sem hún taldi þær óráð. Skrifaði hún stjórnarformanninum bréf þar sem hún mótmælti framkomu hans. Þetta var á allra vitorði.Samskipti þau sem um er fjallað í Morgunblaðinu og vörðuðu fyrrgreint sakamál voru að frumkvæði Sigrúnar Ágústu. Ég fann til með henni þar sem hún var búin að vera atvinnulaus í um tvö ár og vildi því liðsinna henni sem gamall vinur. Ég hafði unnið ýmis lögfræðistörf fyrir lífeyrissjóðinn undir framkvæmdastjórn Sigrúnar Ágústu um árabil og tengdust þau ekki störfum mínum fyrir Kópavogsbæ.Ráðleggingar mínar til hennar voru fyrst og fremst þær að leggja spilin á borðið, þ.e. að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Vegna þess sem fram kom í máli Sigrúnar Ágústu í fyrri samskiptum sem ég hafði átt við hana um samskipti hennar og stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, taldi ég að ljóst mætti vera hver hefði haft tögl og hagldir í fyrrgreindri atburðarás. Fráleit er því sú umfjöllun Morgunblaðsins að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu eða lagt að henni að hagræða vitnisburði sínum, að líkindum á þann veg að hann væri ekki sannleikanum samkvæmur. Það kom mér aldrei til hugar.Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að Sigrún Ágústa skyldi með ólögmætum hætti hljóðrita símtal okkar. Ég taldi mig vera að veita Sigrúnu Ágústu liðsinni eftir minni bestu vitund og þekkingu á málinu og veldur framkoma hennar mér því vonbrigðum. Ekkert annað en annarlegar hvatir geta legið að baki þessu háttalagi.Ég mun að öðru leyti ekki tjá mig frekar um mál þetta eða tengt sakamál.Virðingarfyllst, Þórður Clausen Þórðarson
Tengdar fréttir Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48