Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni 27. mars 2012 09:48 Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag, en mál Gunnars og fimm annarra verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjanes næstkomandi föstudag. Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrum framkvæmdastjóra og fimm stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Hinir ákærður, auk Gunnars og Sigrúnar Ástu, eru fyrrverandi bæjarfulltrúarnir Flosi Eiríksson og Ómar Stefánsson og svo stjórnarmennirnir Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir. Ákæran sneri að ólögmætum lánveitingum sjóðsins til Kópavogsbæjar haustið 2008 og meintum blekkingum stjórnarmanna gagnvart Fjármálaeftirlitinu. Í Morgunblaðinu í dag er því slegið á fast að Þórður hafi lagt til við hina ákærðu að Gunnar hefði með alla þræði málsins og að stjórnarhættir hans hefðu einkennst af hræðslustjórnun (e. terror managment). Þetta á Þórður að hafa sagt á sameiginlegum fundi með hinum ákærðu, utan Gunnars. Sigrúnu Ágústu á að hafa blöskrað ráðleggingar lögmannsins og hafa því upptökur af fundinum verið sendar til ríkissaksóknara, þar sem Sigrún telur Þórð hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburðinn með óeðlilegum hætti. Þá er fullyrt í Morgunblaðinu að blaðamaðurinn hafi hlustað á upptökuna. Ekki náðist í Þórð þegar eftir því var leitað. Þá vildi hann ekki heldur tjá sig við Morgunblaðið eins og þar kemur fram. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag, en mál Gunnars og fimm annarra verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjanes næstkomandi föstudag. Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrum framkvæmdastjóra og fimm stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Hinir ákærður, auk Gunnars og Sigrúnar Ástu, eru fyrrverandi bæjarfulltrúarnir Flosi Eiríksson og Ómar Stefánsson og svo stjórnarmennirnir Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir. Ákæran sneri að ólögmætum lánveitingum sjóðsins til Kópavogsbæjar haustið 2008 og meintum blekkingum stjórnarmanna gagnvart Fjármálaeftirlitinu. Í Morgunblaðinu í dag er því slegið á fast að Þórður hafi lagt til við hina ákærðu að Gunnar hefði með alla þræði málsins og að stjórnarhættir hans hefðu einkennst af hræðslustjórnun (e. terror managment). Þetta á Þórður að hafa sagt á sameiginlegum fundi með hinum ákærðu, utan Gunnars. Sigrúnu Ágústu á að hafa blöskrað ráðleggingar lögmannsins og hafa því upptökur af fundinum verið sendar til ríkissaksóknara, þar sem Sigrún telur Þórð hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburðinn með óeðlilegum hætti. Þá er fullyrt í Morgunblaðinu að blaðamaðurinn hafi hlustað á upptökuna. Ekki náðist í Þórð þegar eftir því var leitað. Þá vildi hann ekki heldur tjá sig við Morgunblaðið eins og þar kemur fram.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira