Byrjað á hrunráðherrum 3. mars 2012 09:00 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sakborningur, verður fyrstur í vitnastúku í landsdómsmálinu á mánudag. Samkvæmt áætlun á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra í aðdraganda hrunsins, einnig að bera vitni á mánudag. Það fer þó eftir því hvort hún nái til landsins í tæka tíð, en Ingibjörg Sólrún starfar sem yfirmaður UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Heimildir Fréttablaðsins herma að stefnt sé á að alls sex vitni verði kölluð fyrir á þriðjudag. Fyrst eiga fjórir ráðherrar úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem Geir veitti forstöðu fram í febrúar 2009, að setjast í vitnastúkuna. Þeir eru Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, sem var efnahags- og viðskiptaráðherra, Össur Skarphéðinsson sitjandi utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Óvissa er þó um að Árni verði kominn til landsins, en hann starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Róm á Ítalíu. Í kjölfarið mun Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og núverandi aðstoðarseðlabankastjóri, bera vitni. Að því loknu mun Davíð Oddsson, sem var formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands frá september 2005 og fram í febrúar 2009, setjast í vitnastúkuna. Davíð, sem er einnig fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra til þrettán ára, er í dag annar ritstjóra Morgunblaðsins. Alls er búist við því að á sjötta tug vitna verði kölluð fyrir í málsmeðferðinni. Alþingi samþykkti 28. september 2010 að ákæra Geir fyrir Landsdómi. Við sama tækifæri hafnaði þingið því að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvin og Árna. Alþingi höfðaði síðan málið með ákæru 10. maí 2011. Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá í október síðastliðnum. Eftir standa fjórir ákæruliðir. Bjarni Benediktsson lagði fram tillögu um að afturkalla ákæruna á hendur Geir í desember síðastliðnum. Alþingi samþykkti á fimmtudag með 33 atkvæðum gegn 27 að vísa tillögunni frá. Því munu vitnaleiðslur hefjast á mánudag, 5. mars. - þsj Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sakborningur, verður fyrstur í vitnastúku í landsdómsmálinu á mánudag. Samkvæmt áætlun á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra í aðdraganda hrunsins, einnig að bera vitni á mánudag. Það fer þó eftir því hvort hún nái til landsins í tæka tíð, en Ingibjörg Sólrún starfar sem yfirmaður UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Heimildir Fréttablaðsins herma að stefnt sé á að alls sex vitni verði kölluð fyrir á þriðjudag. Fyrst eiga fjórir ráðherrar úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem Geir veitti forstöðu fram í febrúar 2009, að setjast í vitnastúkuna. Þeir eru Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, sem var efnahags- og viðskiptaráðherra, Össur Skarphéðinsson sitjandi utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Óvissa er þó um að Árni verði kominn til landsins, en hann starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Róm á Ítalíu. Í kjölfarið mun Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og núverandi aðstoðarseðlabankastjóri, bera vitni. Að því loknu mun Davíð Oddsson, sem var formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands frá september 2005 og fram í febrúar 2009, setjast í vitnastúkuna. Davíð, sem er einnig fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra til þrettán ára, er í dag annar ritstjóra Morgunblaðsins. Alls er búist við því að á sjötta tug vitna verði kölluð fyrir í málsmeðferðinni. Alþingi samþykkti 28. september 2010 að ákæra Geir fyrir Landsdómi. Við sama tækifæri hafnaði þingið því að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvin og Árna. Alþingi höfðaði síðan málið með ákæru 10. maí 2011. Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá í október síðastliðnum. Eftir standa fjórir ákæruliðir. Bjarni Benediktsson lagði fram tillögu um að afturkalla ákæruna á hendur Geir í desember síðastliðnum. Alþingi samþykkti á fimmtudag með 33 atkvæðum gegn 27 að vísa tillögunni frá. Því munu vitnaleiðslur hefjast á mánudag, 5. mars. - þsj
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira