Verðum miklu ofar eftir tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2012 00:01 Lars Lagerbäck er ánægður með að fá að prófa íslenska landsliðið á móti sterkum þjóðum sem eru á leiðinni á EM í sumar. Hér kynnir hann liðið ásamt aðstoðarmanni sínum Heimi Hallgrímssyni. Fréttablaðið/stefán Íslenska landsliðið í fótbolta stendur í stórræðum í mánaðarlok þegar liðið mætir tveimur öflugum knattspyrnuþjóðum sem eiga það sameiginlegt að vera þá á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í sumar. Þetta eru jafnframt fyrstu leikir íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck þar sem hann hefur aðgengi að nánast öllum bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar. Lars Lagerbäck tilkynnti hópinn sinn í gær og hann er alveg óhræddur við að mæta stórþjóðum eins og Frakklandi og Svíþjóð og fagnar því að fá alvöru próf á mannskapinn. Mjög mikilvægir leikir fram undan„Þetta eru augljóslega mjög mikilvægir leikir eins og allir vináttulandsleikir. Þetta er tækifæri til að vinna með leikmönnunum og skipulegggja hvernig liðið spilar. Hver leikur er því mjög mikilvægur en síðan er alltaf hægt að ræða hver styrkleiki mótherjanna eigi að vera. Að mínu mati er best að prófa sig á móti mjög sterkum þjóðum og nú fáum við tækifæri til þess," sagði Lars Lagerbäck. Smá forföll í hópnumLars getur ekki alveg valið úr öllum bestu mönnunum. Grétar Rafn Steinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru báðir meiddir og þá verða þeir Emil Hallfreðsson, Arnór Smárason og Indriði Sigurðsson uppteknir með sínum liðum á sama tíma og leikirnir fara fram. Norska deildin er í gangi á sama tíma og í fyrstu ætlaði Lars ekki að velja leikmenn sem spila í Noregi en þeir Stefán Logi Magnússon, Bjarni Ólafur Eiríksson, Birkir Már Sævarsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma inn í hópinn fyrir leikinn við Svía. Lars valdi markvörðinn Ögmund Kristinsson í Frakkaleikinn til að kynnast landsliðsumhverfinu en auk Ögmundar er varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson nýliði í hópnum. „Ég skil það vel að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu óánægðir með slaka stöðu Íslands á FIFA-listanum. FIFA-listinn fer ekki að skipta máli fyrr en eftir tvö ár þegar hann ræður styrkleikaröðun fyrir næstu undankeppni. Auðvitað á íslenska landsliðið að vera mun hærra en ég vona að allir sýni þessu smá þolinmæði og við getum farið að vinna leiki og mjaka okkur upp listann. Ég held að Ísland verði miklu hærra á FIFA-listanum eftir tvö ár." Lars taldi það rétt að velja ekki Eið Smára Guðjohnsen í hópinn þrátt fyrir að hann sé farinn að spila á ný með AEK Aþenu en ætlar að funda með Eiði í sumar. Lars ræddi nokkra leikmenn á fundinum og þá sérstaklega þá Ara Frey Skúlason og Eyjólf Héðinsson sem hafa ekki verið fastamenn í landsliðinu undanfarin ár. Lars hefur það eftir góðum mönnum í Svíþjóð að Ari Freyr væri kominn í hóp bestu miðjumanna í sænsku deildinni og að menn hefðu líka verið að benda honum á Eyjólf Héðinsson. Lagerbäck sá Eyjólf síðan spila á dögunum og heillaðist það mikið af stráknum að hann valdi hann í liðið. Fagnar endurkomu KolbeinsLars fagnaði líka endurkomu Kolbeins sem hann hefur einungis talað við í síma. Hann er þó ekki viss um hversu mikið Kolbeinn getur spilað í þessum tveimur leikjum enda að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Lars er líka spenntur fyrir að prófa hinn stórefnilega Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn í hópinn fyrir Svíaleikinn. Auðvelt að velja fyrstu fimmtán„Ég get ekki sagt að það hafi verið erfitt að velja hópinn að þessu sinni og ef ég segi alveg eins og er þá var það frekar auðvelt. Það er mín reynsla af landsliðum að það er alltaf mjög auðvelt að velja fimmtán fyrstu leikmennina og þá skiptir ekki máli hvort þú ert í Nígeríu, Svíþjóð eða á Íslandi. Það er hópur sem er örlítið betri en hinir. Það er erfiðast að velja í síðustu sætin því þá eru margir leikmenn svipaðir að getu," sagði Lars og bætti við: „Þetta er ungt og reynslulítið landslið en þarna eru ungir leikmenn eins og Kolbeinn og Gylfi sem hafa mikla reynslu. Ég hef ekki valið eldri leikmenn eins og [Hermann] Hreiðarsson og [Heiðar] Helguson en þeir eru enn að spila. Ef þeir eru að spila vel og þessir strákar sem ég valdi núna eru ekki að standa sig eins vel og ég vonaði þá geta þeir komið inn í hópinn í haust. Ef við teljum að þeir séu betri en þessir strákar þá vel ég þá. Dyrnar eru alltaf opnar fyrir góða fótboltamenn svo framarlega sem þeir eru með íslensk vegabréf," sagði Lars. Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta stendur í stórræðum í mánaðarlok þegar liðið mætir tveimur öflugum knattspyrnuþjóðum sem eiga það sameiginlegt að vera þá á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í sumar. Þetta eru jafnframt fyrstu leikir íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck þar sem hann hefur aðgengi að nánast öllum bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar. Lars Lagerbäck tilkynnti hópinn sinn í gær og hann er alveg óhræddur við að mæta stórþjóðum eins og Frakklandi og Svíþjóð og fagnar því að fá alvöru próf á mannskapinn. Mjög mikilvægir leikir fram undan„Þetta eru augljóslega mjög mikilvægir leikir eins og allir vináttulandsleikir. Þetta er tækifæri til að vinna með leikmönnunum og skipulegggja hvernig liðið spilar. Hver leikur er því mjög mikilvægur en síðan er alltaf hægt að ræða hver styrkleiki mótherjanna eigi að vera. Að mínu mati er best að prófa sig á móti mjög sterkum þjóðum og nú fáum við tækifæri til þess," sagði Lars Lagerbäck. Smá forföll í hópnumLars getur ekki alveg valið úr öllum bestu mönnunum. Grétar Rafn Steinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru báðir meiddir og þá verða þeir Emil Hallfreðsson, Arnór Smárason og Indriði Sigurðsson uppteknir með sínum liðum á sama tíma og leikirnir fara fram. Norska deildin er í gangi á sama tíma og í fyrstu ætlaði Lars ekki að velja leikmenn sem spila í Noregi en þeir Stefán Logi Magnússon, Bjarni Ólafur Eiríksson, Birkir Már Sævarsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma inn í hópinn fyrir leikinn við Svía. Lars valdi markvörðinn Ögmund Kristinsson í Frakkaleikinn til að kynnast landsliðsumhverfinu en auk Ögmundar er varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson nýliði í hópnum. „Ég skil það vel að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu óánægðir með slaka stöðu Íslands á FIFA-listanum. FIFA-listinn fer ekki að skipta máli fyrr en eftir tvö ár þegar hann ræður styrkleikaröðun fyrir næstu undankeppni. Auðvitað á íslenska landsliðið að vera mun hærra en ég vona að allir sýni þessu smá þolinmæði og við getum farið að vinna leiki og mjaka okkur upp listann. Ég held að Ísland verði miklu hærra á FIFA-listanum eftir tvö ár." Lars taldi það rétt að velja ekki Eið Smára Guðjohnsen í hópinn þrátt fyrir að hann sé farinn að spila á ný með AEK Aþenu en ætlar að funda með Eiði í sumar. Lars ræddi nokkra leikmenn á fundinum og þá sérstaklega þá Ara Frey Skúlason og Eyjólf Héðinsson sem hafa ekki verið fastamenn í landsliðinu undanfarin ár. Lars hefur það eftir góðum mönnum í Svíþjóð að Ari Freyr væri kominn í hóp bestu miðjumanna í sænsku deildinni og að menn hefðu líka verið að benda honum á Eyjólf Héðinsson. Lagerbäck sá Eyjólf síðan spila á dögunum og heillaðist það mikið af stráknum að hann valdi hann í liðið. Fagnar endurkomu KolbeinsLars fagnaði líka endurkomu Kolbeins sem hann hefur einungis talað við í síma. Hann er þó ekki viss um hversu mikið Kolbeinn getur spilað í þessum tveimur leikjum enda að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Lars er líka spenntur fyrir að prófa hinn stórefnilega Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn í hópinn fyrir Svíaleikinn. Auðvelt að velja fyrstu fimmtán„Ég get ekki sagt að það hafi verið erfitt að velja hópinn að þessu sinni og ef ég segi alveg eins og er þá var það frekar auðvelt. Það er mín reynsla af landsliðum að það er alltaf mjög auðvelt að velja fimmtán fyrstu leikmennina og þá skiptir ekki máli hvort þú ert í Nígeríu, Svíþjóð eða á Íslandi. Það er hópur sem er örlítið betri en hinir. Það er erfiðast að velja í síðustu sætin því þá eru margir leikmenn svipaðir að getu," sagði Lars og bætti við: „Þetta er ungt og reynslulítið landslið en þarna eru ungir leikmenn eins og Kolbeinn og Gylfi sem hafa mikla reynslu. Ég hef ekki valið eldri leikmenn eins og [Hermann] Hreiðarsson og [Heiðar] Helguson en þeir eru enn að spila. Ef þeir eru að spila vel og þessir strákar sem ég valdi núna eru ekki að standa sig eins vel og ég vonaði þá geta þeir komið inn í hópinn í haust. Ef við teljum að þeir séu betri en þessir strákar þá vel ég þá. Dyrnar eru alltaf opnar fyrir góða fótboltamenn svo framarlega sem þeir eru með íslensk vegabréf," sagði Lars.
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira