Telur ekkert banna einkarekstur 26. október 2012 05:30 Þorgerður K. Gunnarsdóttir Sveitarfélög sem oft standa frammi fyrir miklum vanda þegar kemur að því að tryggja skólahald verða að geta leitað allra leiða til að svo megi verða. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma kallaði hún eftir úrskurði innanríkisráðherra vegna skólahalds í Tálknafirði þar sem sveitarstjórnin fól í haust Hjallastefnunni rekstur grunnskólans. Þorgerður Katrín taldi ekkert í lögum um grunnskóla meina sveitarfélögum að fela einkaaðilum rekstur þeirra og kvaðst óttast að önnur sjónarmið myndu ráða för í úrskurði ráðherra en velferð barnanna, svo sem andúð Vinstri-grænna á einkarekstri í skólakerfinu eða fyrirmæli Kennarasambandsins. Ögmundur áréttaði að fara þyrfti að lögum við rekstur grunnskóla og sveitarfélög gætu ekki leitað hvaða lausna sem væri. Hann sagðist eiga von á að heyrðist frá ráðuneytinu „innan skamms" vegna málsins. „Margur heldur mig sig," sagði hann líka og kvaðst beina því til Þorgerðar að „tala fyrir eigin hönd þegar hún gerir því skóna að menn fylgi þröngri pólitískri línu og taki við skipunum annarra þegar verið er að komast að faglegri niðurstöðu". - óká Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Sveitarfélög sem oft standa frammi fyrir miklum vanda þegar kemur að því að tryggja skólahald verða að geta leitað allra leiða til að svo megi verða. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma kallaði hún eftir úrskurði innanríkisráðherra vegna skólahalds í Tálknafirði þar sem sveitarstjórnin fól í haust Hjallastefnunni rekstur grunnskólans. Þorgerður Katrín taldi ekkert í lögum um grunnskóla meina sveitarfélögum að fela einkaaðilum rekstur þeirra og kvaðst óttast að önnur sjónarmið myndu ráða för í úrskurði ráðherra en velferð barnanna, svo sem andúð Vinstri-grænna á einkarekstri í skólakerfinu eða fyrirmæli Kennarasambandsins. Ögmundur áréttaði að fara þyrfti að lögum við rekstur grunnskóla og sveitarfélög gætu ekki leitað hvaða lausna sem væri. Hann sagðist eiga von á að heyrðist frá ráðuneytinu „innan skamms" vegna málsins. „Margur heldur mig sig," sagði hann líka og kvaðst beina því til Þorgerðar að „tala fyrir eigin hönd þegar hún gerir því skóna að menn fylgi þröngri pólitískri línu og taki við skipunum annarra þegar verið er að komast að faglegri niðurstöðu". - óká
Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira