Ganga í hús og hvetja fólk til að búa sig undir jarðskjálfta 26. október 2012 08:00 Húsavík. „Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað," segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku. Skjálftarnir sem eiga upptök sín í Húsavíkurmisgenginu hafa verið að færast austur eftir misgenginu á undanförnum dögum. Um síðustu helgi var skjálftamiðjan rétt norðaustan Siglufjarðar. „Þetta misgengisbelti sem liggur þarna liggur beint undir Húsavík. Húsavík stendur nánast ofan í þessum sprungum," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Í bænum er jarðskjálftahætta umtalsverð og það þykir alltaf alvörumál þegar þetta kerfi fer af stað." Eftir Kröflugosið árið 1984 hefur þetta skjálftakerfi verið þögult en hefur verið að vakna til lífsins á síðustu árum. Páll segir að búast megi við einum sjö stiga skjálfta þar á hverri öld. „Þessi skjálftavirkni sem var um síðustu helgi var á vesturenda misgengisins, eins langt frá Húsavík og hægt er að komast. En virknin fikraði sig til austurs á þriðjudag og miðvikudag. Það er þróun sem vert er að fylgjast með." Óvissuástandi var lýst yfir vegna þess að talið er að uppsöfnuð spenna í misgenginu sé næg til að framkalla 6,9 stiga jarðskjálfta. „Það er bara spurning hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku," segir Páll. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað," segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku. Skjálftarnir sem eiga upptök sín í Húsavíkurmisgenginu hafa verið að færast austur eftir misgenginu á undanförnum dögum. Um síðustu helgi var skjálftamiðjan rétt norðaustan Siglufjarðar. „Þetta misgengisbelti sem liggur þarna liggur beint undir Húsavík. Húsavík stendur nánast ofan í þessum sprungum," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Í bænum er jarðskjálftahætta umtalsverð og það þykir alltaf alvörumál þegar þetta kerfi fer af stað." Eftir Kröflugosið árið 1984 hefur þetta skjálftakerfi verið þögult en hefur verið að vakna til lífsins á síðustu árum. Páll segir að búast megi við einum sjö stiga skjálfta þar á hverri öld. „Þessi skjálftavirkni sem var um síðustu helgi var á vesturenda misgengisins, eins langt frá Húsavík og hægt er að komast. En virknin fikraði sig til austurs á þriðjudag og miðvikudag. Það er þróun sem vert er að fylgjast með." Óvissuástandi var lýst yfir vegna þess að talið er að uppsöfnuð spenna í misgenginu sé næg til að framkalla 6,9 stiga jarðskjálfta. „Það er bara spurning hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku," segir Páll. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira