Hólmfríður: Eigandinn mætir á leikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 17:15 Hólmfríður á landsliðsæfingunni í gær. Mynd / Ernir Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir líkar vel vistin hjá b-deildarfélaginu Avaldsnes í Noregi. Nýverið gekk Þórunn Helga Jónsdóttir, kollegi Hólmfríðar úr landsliðinu, til liðs við félagið eftir töluverða pressu frá Hólmfríði. Hún segir liðið vera orðið mikið Íslendingalið. „Þjálfarateymið og eigandi félagsins ætla að mæta á leikinn. Kannski á að kaupa fleiri Íslendinga," segir Hólmfríður og hlær. Auk Hólmfríðar og Þórunnar Helgu spilar markvörðurinn Björk Björnsdóttir með norska félaginu sem og framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Avaldsnes situr á toppi norsku b-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu níu. Liðið hefur fimm stiga forskot á næsta lið. Til marks um sterkan leikmannahóp liðsins hefur leik liðsins um næstu helgi verið frestað vegna landsleikja sem fram fara næstkomandi fimmtudag. Engum öðrum leik í deildinni hefur verið frestað. Auk íslensku landsliðsmannanna er írsk landsliðskona í liði Avaldsnes. Mikill metnaður virðist vera hjá norska félaginu og Hólmfríður samsinnir því. „Félagið var í D-deild fyrir þremur árum. Liðið lyfti sér upp í C-deild og svo í B-deild þar sem það spilaði í fyrra líkt og nú. Aðstaðan er mjög flott og mikill hugur hjá eiganda félagsins að gera þetta að stóru félagi," segir Hólmfríður sem er samningsbundin liðinu til loka leiktíðar. „Það gengur vel og vonandi förum við alla leið svo við getum fylgt liðinu upp um deild. Það er gaman þegar gengur vel," segir Hólmfríður sem er í samningaviðræðum við félagið með þeim fyrirvara að liðið fari upp. Prófraun í bikarnumAvaldsnes mætir úrvalsdeildarliðinu Amazon Grimstad í 16-liða úrslitum norska bikarsins eftir tæpar tvær vikur. Þá fá leikmenn liðsins forsmekkinn að því sem koma skal í efstu deild takist liðinu að tryggja sæti sitt þar. Hólmfríður hlakkar til leiksins. „Það er verst að Þórunn Helga verður ekki komin. En þjálfarinn okkar þjálfaði þær og tvær í okkar röðum spiluðu með liðinu. Það er mikill hugur að komast í átta liða úrslit," segir Hólmfríður sem hefur skorað tíu mörk í níu leikjum. Kristín Ýr, framherji liðsins, hefur einnig skorað tíu mörk og samanlagt hafa þær skorað 20 af 27 mörkum liðsins eða 74 prósent. Hólmfríður þvertekur fyrir að þær stöllur séu í markaskorunarkeppni. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin. Við hugsum bara um stigin þrjú í hverjum leik," segir Hólmfríður. Aðspurð hvort hægt sé að bera saman veruna í Noregi við tíma hennar í Bandaríkjunum er hún fljót til svars. „Það er ekki hægt að líkja þessu við Bandaríkin þar sem voru 5-17 þúsund manns að mæta á leikina. Þar var allt mjög fagmannlegt en þetta er bara annað og mjög skemmtilegt verkefni." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir líkar vel vistin hjá b-deildarfélaginu Avaldsnes í Noregi. Nýverið gekk Þórunn Helga Jónsdóttir, kollegi Hólmfríðar úr landsliðinu, til liðs við félagið eftir töluverða pressu frá Hólmfríði. Hún segir liðið vera orðið mikið Íslendingalið. „Þjálfarateymið og eigandi félagsins ætla að mæta á leikinn. Kannski á að kaupa fleiri Íslendinga," segir Hólmfríður og hlær. Auk Hólmfríðar og Þórunnar Helgu spilar markvörðurinn Björk Björnsdóttir með norska félaginu sem og framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Avaldsnes situr á toppi norsku b-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu níu. Liðið hefur fimm stiga forskot á næsta lið. Til marks um sterkan leikmannahóp liðsins hefur leik liðsins um næstu helgi verið frestað vegna landsleikja sem fram fara næstkomandi fimmtudag. Engum öðrum leik í deildinni hefur verið frestað. Auk íslensku landsliðsmannanna er írsk landsliðskona í liði Avaldsnes. Mikill metnaður virðist vera hjá norska félaginu og Hólmfríður samsinnir því. „Félagið var í D-deild fyrir þremur árum. Liðið lyfti sér upp í C-deild og svo í B-deild þar sem það spilaði í fyrra líkt og nú. Aðstaðan er mjög flott og mikill hugur hjá eiganda félagsins að gera þetta að stóru félagi," segir Hólmfríður sem er samningsbundin liðinu til loka leiktíðar. „Það gengur vel og vonandi förum við alla leið svo við getum fylgt liðinu upp um deild. Það er gaman þegar gengur vel," segir Hólmfríður sem er í samningaviðræðum við félagið með þeim fyrirvara að liðið fari upp. Prófraun í bikarnumAvaldsnes mætir úrvalsdeildarliðinu Amazon Grimstad í 16-liða úrslitum norska bikarsins eftir tæpar tvær vikur. Þá fá leikmenn liðsins forsmekkinn að því sem koma skal í efstu deild takist liðinu að tryggja sæti sitt þar. Hólmfríður hlakkar til leiksins. „Það er verst að Þórunn Helga verður ekki komin. En þjálfarinn okkar þjálfaði þær og tvær í okkar röðum spiluðu með liðinu. Það er mikill hugur að komast í átta liða úrslit," segir Hólmfríður sem hefur skorað tíu mörk í níu leikjum. Kristín Ýr, framherji liðsins, hefur einnig skorað tíu mörk og samanlagt hafa þær skorað 20 af 27 mörkum liðsins eða 74 prósent. Hólmfríður þvertekur fyrir að þær stöllur séu í markaskorunarkeppni. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin. Við hugsum bara um stigin þrjú í hverjum leik," segir Hólmfríður. Aðspurð hvort hægt sé að bera saman veruna í Noregi við tíma hennar í Bandaríkjunum er hún fljót til svars. „Það er ekki hægt að líkja þessu við Bandaríkin þar sem voru 5-17 þúsund manns að mæta á leikina. Þar var allt mjög fagmannlegt en þetta er bara annað og mjög skemmtilegt verkefni."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira