Körfubolti

Miami slapp með skrekkinn í nótt

Bosh var sterkur í nótt.
Bosh var sterkur í nótt.
Miami Heat sótti sigur, 100-96, í Oklahoma í nótt. Miami leiddi allan leikinn en Oklahoma var ekki fjarri því að vinna upp sautján stiga forskot liðsins. Staðan í einvíginu er 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Miami.

Miami byrjaði leikinn með ótrúlegum látum og komst í 18-2. Rétt eins og í síðasta leik kom Oklahoma með mikið áhlaup undir lokin. Minnkaði muninn í tvö stig og fékk tækifæri til þess að jafna. Að þessu sinni mistókst skot Kevin Durant.

LeBron James og Kevin Durant voru stigahæstir í sínum liðum með 32 stig. Dwayne Wade spilaði ágætlega og skoraði 20 stig fyrir Miami.

James Harden reif sig upp hjá Oklahoma eftir fyrsta leikinn og skilaði 21 stigi í hús.

Mikið munaði um framlag Chris Bosh hjá Miami en hann skoraði 16 stig og tók 15 fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×