Innlent

Stórútkall að dvalarheimili vegna reyks í niðurfalli

Slökkvilið Dalabyggðar, lögregla og sjúkraflutningamenn voru kvödd að dvalarheimilinu Fellsenda í Miðdölum í gærkvöldi eftir að þar varð vart við reykjarlykt.

Hvergi sást þó eldur, en eftir mikla leit kom í ljós að glóð var í niðurfalli utandyra, en í það kasta vistmenn jafnan sígarettustubbum að reykingum loknum og skolast þeir þaðan.

Stubbarnir hafa hinsvegar hlaðist upp í niðurfallinu í þurrkinum að undanförnu og var komin glóð í allt saman. Hún var slökkt með vatnsfötu. Greint er frá þessu á vefsíðunni budardalur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×