Innlent

Hæna fóstrar andarunga

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Hænan Gulla á Ósbakka í Skeiða og Gnúpverjahreppi fóstrar nú þrjá stokkandarunga eftir að hrafnar réðust á andamömmu fyrir skemmstu. Frá þessu er greint í Bændablaðinu.

Öndin sem hrafnarnir réðust á var aflífuð en fjögur egg voru flutt að Ósbakka þar sem hænan lá á þeim í tólf daga. Einn af andarungunum fjórum sem komu í heiminn drapst strax.

Gulla fóstrar andarungana allan sólarhringinn en hættir sér ekki út á andapollinn þegar ungarnir fá sér sundsprett enda ósynd.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×