Viðskipti innlent

OR einbeiti sér að kjarnastarfsemi

Bjarni Bjarnason
Bjarni Bjarnason
Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær.

Á fundinum gerði Bjarni grein fyrir þeim hagræðingaraðgerðum sem fyrirtækið hefur lagst í á síðustu misserum vegna þungrar skuldastöðu fyrirtækisins. Hafa þær aðgerðir verið unnar samkvæmt áætlun sem nefnist „Planið" og hefur það að markmiði að ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 milljörðum króna til ársins 2016. Felst áætlunin meðal annars í hagræðingu í rekstri, sölu eigna og frestun fjárfestinga.

Bjarni sagði árið 2011 sennilega mesta breytingaár í sögu OR. Hefði fyrirtækið sett sér það markmið að bæta sjóðflæði um 11,9 milljarða á árinu en tekist hefði að bæta það um 12,7 milljarða þrátt fyrir óhagstæða þróun ytri breyta. Sérstaka athygli vekur að rekstrarkostnaður var lækkaður um tæpar 750 milljónir sem er langt umfram markmið stjórnar sem hljóðaði upp á 300 milljónir.

Þá sagði Bjarni mikilvægast fyrir OR að snúa aftur til uppruna fyrirtækisins. Það þurfi að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem felist í að sinna hlutverki vatns-, rafmagns-, hita- og fráveita fyrir íbúa eigendasveitarfélaganna. Allt annað sé OR í grunninn óviðkomandi.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×