Ragna Ingólfsdóttir og Kári Gunnarsson urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í badminton. Ragna var að vinna í níunda skipti, sem er met, en Kári var að vinna sinn fyrsta titil í einliðaleik.
Ragna var mjög fljót að vinna Snjólaugu Jóhannsdóttur í tveimur lotum. Snjólaug að spila sinn fyrsta úrslitaleik og hafði ekkert í Rögnu að gera.
Magnús Ingi Helgason virtist ekki koma nógu vel stemmdur til leiks því hann var nær meðvitundarlaus í fyrstu lotunni sem Kári vann, 21-7.
Magnús Ingi var búinn að ranka við sér í annarri lotu og náði þar fínni forystu, 9-3. Kári saxaði smám saman á forskotið og komst yfir undir lokin og landaði sætum sigri í lotunni, 21-19, og þar með Íslandsmeistaratitlinum.
Ragna og Kári Íslandsmeistarar í badminton

Mest lesið





Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

