Innlent

Heita áfram Björt framtíð

Mynd/Anton
Hið nýstofnaða stjórnmálaafl Guðmundar Steingrímssonar, Björt framtíð, mun ekki skipta um nafn eftir því sem segir í frétt mbl.

„Við ætlum ekki að skipta um nafn og ég óska Nýrri framtíð bjartrar framtíðar," sagði Guðmundur Steingrímsson. Pólitísku samtökin Ný framtíð hafa óskað eftir því að Björt framtíð skipti um nafn til að koma í veg fyrir misskilning.

Guðmundur bendir á að þetta sé ekki sama nafnið. „Það er ýmislegt sem heitir framtíð í samfélaginu svo það er bara skemmtilegt að það sé til Ný framtíð líka," segir hann.


Tengdar fréttir

Óska eftir öðru nafni

Pólitísku samtökin Ný framtíð hafa óskað eftir því að stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð, sem að Guðmundur Steingrímsson og Heiða Helgadóttir eru í forsvari fyrir, breyti um nafn. Í tilkynningu sem Ný framtíð sendi frá segir að ljóst hafi verið í meira en mánuð að til stæði að endurvekja Nýja framtíð, en starf samtakanna hafði legið niðri í nokkur ár. Ný framtíð hvetur Bjarta framtíð til að velja sér annað nafn sem síður leiðir til ruglings og óþæginda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×