Innlent

Uglurnar í Laugardalnum flúðu vetrarhörkur

Uglurnar veiða að nóttu til og leita þá í þétta skógarlundi.
Uglurnar veiða að nóttu til og leita þá í þétta skógarlundi. mynd/Stefán Freyr Margrétarson
Líffræðingur segir að uglurnar sem nú hafa hópast saman í Laugardalnum hafi líklega flúið vetrarhörkur og villst af leið yfir norðursjó.

„Veturinn hefur verið mildur og því munu þær þrauka fram á vor," segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, líffræðingur. „Þetta er aðdragandi að því að þær nemi land - fólk verður líklega meira vart við varpið í vor en áður."

Í Laugardalnum hafa bæði sést branduglur og eyruglur. Kristinn segir að branduglan verpi reglulega hér landi. Eyruglan er þekkt sem flækingsfugl en hefur á undanförnum árum komið upp varpstofni.

Kristinn bendir á að fyrir þrjátíu árum hafi svipað atvik átt sér stað. Þá safnaðist hópur ugla saman í Laugardal. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju uglurnar safnast saman í Laugardalnum," segir Kristinn.

Uglurnar veiða að nóttu til og leita þá í þétta skógarlundi. Kristinn segir að uglurnar veiði frekar smáfugla en mýs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×