Perlu í Perluna Hjörleifur Stefánsson skrifar 4. febrúar 2012 06:00 Þegar Perlan var byggð efst á Öskjuhlíðinni um 1990 voru aðrir tímar. Hitaveitan var ekki orðin að Orkuveitu og stundaði ekki rækjueldi. Ákvarðanir voru teknar á einfaldari hátt en nú á dögum og þær voru misviturlegar eins og gengur. Þrátt fyrir að samfélag okkar hafi tekið stakkaskiptum að mörgu leyti er ekki er auðsætt að okkur farnist betur nú við ráðstafanir á því sem við eigum sameiginlegt. Hugmyndin um Perluna var orðin hálfrar aldar gömul þegar henni var hrint í framkvæmd. Einhverjum snillingi, sumir segja að það hafi verið Jóhannes Kjarval, datt í hug að það gæti verið flott að hafa hálfkúlulaga veitingahús ofan á hitaveitutönkum á toppi Öskjuhlíðar. Stjórnendur borgarinnar féllu fyrir hugmyndinni fimmtíu árum seinna þegar vel stóð á fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Perlan reis og strax kom í ljós að Kjarval hafði rétt fyrir sér, hún varð flott, varð strax kennileiti í Reykjavík og fékk táknrænt hlutverk. Hún varð myndbirting velmegunar þessarar sérstöku borgar sem hituð er með vatni úr iðrum jarðar og þar sem útsýnið er meira og víðara en gengur og gerist í höfuðborgum heimsins. En sá galli var hins vegar á að hana skorti hagnýtt hlutverk eins og yfirleitt er þó meginréttlæting allra húsa. Almenningur tók Perlunni yfirleitt vel en þó var eins og ekki væri hægt að tala mikið um hana. Þetta var svo skrítið allt saman. Eitthvert stærsta og glæsilegasta hús sem byggt hafði verið á Íslandi, hönnunar- og tæknilega framúrstefnulegt og fullkomið en án sýnilegs tilgangs. Síðborin myndlistargagnrýni um Perluna eftir Ólaf Gíslason listfræðing birtist í helgarblaði Þjóðviljans í janúar 1992. Hann lýsir þar heimsókn sinni í Perluna og þeim vonbrigðum sem hann varð fyrir. Þar segir m.a.: […] Sjaldan hafði ég lent í ráðvilltari og tilgangslausari heimi. Þetta form sem hafði verið mér augnayndi í heilt ár var þá í raun og sannleika innantómt. Skel utanum ekki neitt. […] Hvaða hlutverk hefur þetta hús? Hvert er hlutverk þess í þeim flókna vef mannlífs og náttúru sem myndar borgarlandslag í heild sinni. Ég gat ekki fundið það á þessari stundu og enginn hefur getað útskýrt það fyrir mér síðar […] Hann lýkur þó gagnrýni sinni í bjartsýni: […] Hver veit nema sá tími eigi eftir að renna upp að Perlan öðlist nýtt hlutverk og um leið nýtt innihald í borgarlífinu. Og menn, konur og börn gangi þar um glaðbeitt eins og þau eigi heiminn og hrópi með skáldinu um leið og haninn galar: „Ó tímar, ó hallir!“ Í rúma tvo áratugi hefur Perlan gegnt þessu táknræna hlutverki sínu sem kennileiti og þangað er stöðugur straumur ferðamanna vegna þess að hún er einn besti útsýnisstaður í Reykjavík, vel staðsett í miðju útivistarsvæði Öskjuhlíðarinnar með næg bílastæði. En að öðru leyti einkennir hana samt sem áður klaufalegt tilgangs- og innihaldsleysi. Perlan var reist í því skyni að færa borgarbúum merkilegt hús og nýtt kennileiti. Það tókst þrátt fyrir alla annmarkana. Nú er hins vegar verið að ráðslaga um að selja einkafyrirtæki þessa sameign okkar, þetta kennileiti og tákn, því að slæm fjárhagsstaða Orkuveitu Reykjavíkur leyfir ekki þennan leikaraskap lengur. Þá bregður svo við, og skyldi engan undra, að sá sem besta verðið býður setur það sem skilyrði að not fáist af húsinu og varpar fram þeirri hugmynd að unnt verði að nýta það sem fordyri að stóru hóteli sem bjóði fram ýmsar lystisemdir sem hafa má af ódýra heita vatninu og fögru umhverfinu. Fyrir hrunið trúðu stjórnvöld því að betra væri fyrir samfélagið að færa einkaaðilum sem flest sameiginleg mannvirki, selja þau jafnvel þótt það væri fyrir lágt verð, og leigja þau síðan aftur til þeirra nota sem þau voru reist fyrir. Síðar hefur komið í ljós hversu misráðið þetta var. Þetta var allt saman hluti af leikfléttu sem hafði það að markmiði að falsa bókhald og láta líta út fyrir að fjárhagur viðkomandi væri betri en hann var. Eitt versta dæmið af þessu tagi er þegar Heilsuverndarstöðin í Reykjavík var seld. Heilsuverndarstöðin í Reykjavík var einnig kennileiti og hafði táknrænt gildi fyrir borgina. Hún var og er með merkari byggingum borgarinnar og hún var sérsniðin utan um heilsugæsluþjónustu sem byggð var upp af mikilli alúð og metnaði og var þannig hlutgervingur þess háþróaða heilbrigðiskerfis sem hér var byggt upp á fyrri hluta 20. aldar. Heilsuverndarstöðin var seld einstaklingi. Við eigum hana ekki lengur. Nú erum við leigjendur í þessu húsi og greiðum eiganda þess þá leigu sem upp er sett. Hvílík afturför. Í þessu bókhaldsbrelluævintýri gleyma menn að huga að því hve mikilvægt það er fyrir borgarsamfélagið að merkustu hús borgarinnar sem hýsa þá starfsemi sem mestu máli skiptir fyrir okkur séu sameign okkar allra og séu tákn um að við tilheyrum samfélagi. Alþingishúsið, Ráðhús Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafn Íslands – eru stofnanir í húsum sem við eigum blessunarlega enn, eru kennileiti og hafa tákngildi fyrir samfélagið. Aftur til Perlunnar Það er óráð að selja Perluna. Hún er hús af því tagi sem á að vera samfélagsleg eign. Hús sem er orðið táknmynd fyrir einu höfuðborg heims sem eingöngu er hituð með heitu vatni úr iðrum jarðar. Það er hins vegar líka óráð að hafa ekki meiri not af henni en verið hefur en okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því að bæta úr því. Við búum í landi sem hefur sérstaka náttúru og menning okkar öll og sjálfsmynd þjóðarinnar tengist náttúru þess mjög sterkum böndum. En við höfum því miður vanrækt að koma upp góðri sýningu um íslenska náttúru og Náttúruminjasafn Íslands, sem lögum samkvæmt ber þetta hlutverk er á algerum hrakhólum. Þetta er í raun og veru stórfurðulegt. Á undanförnum áratugum hefur samfélag okkar byggt verslunarmiðstöðvar, samgöngumannvirki og margvíslegar hallir en hefur ekki enn séð ástæðu til að koma sér upp safni og heildstæðri sýningu um þá náttúru sem menning okkar er sprottin af. Þetta er ekki boðlegt. En nú er lag og við getum enn stigið merkilegt skref til framtíðar og sannað fyrir sjálfum okkur og öðrum að við erum ekki þeir afglapar að afhenda einkaaðilum Perluna og gjaldfella hana þar með sem kennileiti og tákn. Hugsið ykkur hve merkilegur staður Perlan er fyrir sýningu um náttúru Íslands. Þarna er risastór sýningarhöll sem hituð er með orku úr iðrum jarðar. Þarna er fagurt útsýni til fjallahringsins þar sem sjá má jökla og eldfjöll. Þetta getur ekki orðið betra. Perlan er nú þegar fjölsóttur ferðamannastaður og nútímaleg náttúruminjasýning í henni myndi á augabragði slá í gegn. Öll skólabörn landsins myndu skoða hana og nánast allir ferðamenn sem til borgarinnar koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Perlan var byggð efst á Öskjuhlíðinni um 1990 voru aðrir tímar. Hitaveitan var ekki orðin að Orkuveitu og stundaði ekki rækjueldi. Ákvarðanir voru teknar á einfaldari hátt en nú á dögum og þær voru misviturlegar eins og gengur. Þrátt fyrir að samfélag okkar hafi tekið stakkaskiptum að mörgu leyti er ekki er auðsætt að okkur farnist betur nú við ráðstafanir á því sem við eigum sameiginlegt. Hugmyndin um Perluna var orðin hálfrar aldar gömul þegar henni var hrint í framkvæmd. Einhverjum snillingi, sumir segja að það hafi verið Jóhannes Kjarval, datt í hug að það gæti verið flott að hafa hálfkúlulaga veitingahús ofan á hitaveitutönkum á toppi Öskjuhlíðar. Stjórnendur borgarinnar féllu fyrir hugmyndinni fimmtíu árum seinna þegar vel stóð á fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Perlan reis og strax kom í ljós að Kjarval hafði rétt fyrir sér, hún varð flott, varð strax kennileiti í Reykjavík og fékk táknrænt hlutverk. Hún varð myndbirting velmegunar þessarar sérstöku borgar sem hituð er með vatni úr iðrum jarðar og þar sem útsýnið er meira og víðara en gengur og gerist í höfuðborgum heimsins. En sá galli var hins vegar á að hana skorti hagnýtt hlutverk eins og yfirleitt er þó meginréttlæting allra húsa. Almenningur tók Perlunni yfirleitt vel en þó var eins og ekki væri hægt að tala mikið um hana. Þetta var svo skrítið allt saman. Eitthvert stærsta og glæsilegasta hús sem byggt hafði verið á Íslandi, hönnunar- og tæknilega framúrstefnulegt og fullkomið en án sýnilegs tilgangs. Síðborin myndlistargagnrýni um Perluna eftir Ólaf Gíslason listfræðing birtist í helgarblaði Þjóðviljans í janúar 1992. Hann lýsir þar heimsókn sinni í Perluna og þeim vonbrigðum sem hann varð fyrir. Þar segir m.a.: […] Sjaldan hafði ég lent í ráðvilltari og tilgangslausari heimi. Þetta form sem hafði verið mér augnayndi í heilt ár var þá í raun og sannleika innantómt. Skel utanum ekki neitt. […] Hvaða hlutverk hefur þetta hús? Hvert er hlutverk þess í þeim flókna vef mannlífs og náttúru sem myndar borgarlandslag í heild sinni. Ég gat ekki fundið það á þessari stundu og enginn hefur getað útskýrt það fyrir mér síðar […] Hann lýkur þó gagnrýni sinni í bjartsýni: […] Hver veit nema sá tími eigi eftir að renna upp að Perlan öðlist nýtt hlutverk og um leið nýtt innihald í borgarlífinu. Og menn, konur og börn gangi þar um glaðbeitt eins og þau eigi heiminn og hrópi með skáldinu um leið og haninn galar: „Ó tímar, ó hallir!“ Í rúma tvo áratugi hefur Perlan gegnt þessu táknræna hlutverki sínu sem kennileiti og þangað er stöðugur straumur ferðamanna vegna þess að hún er einn besti útsýnisstaður í Reykjavík, vel staðsett í miðju útivistarsvæði Öskjuhlíðarinnar með næg bílastæði. En að öðru leyti einkennir hana samt sem áður klaufalegt tilgangs- og innihaldsleysi. Perlan var reist í því skyni að færa borgarbúum merkilegt hús og nýtt kennileiti. Það tókst þrátt fyrir alla annmarkana. Nú er hins vegar verið að ráðslaga um að selja einkafyrirtæki þessa sameign okkar, þetta kennileiti og tákn, því að slæm fjárhagsstaða Orkuveitu Reykjavíkur leyfir ekki þennan leikaraskap lengur. Þá bregður svo við, og skyldi engan undra, að sá sem besta verðið býður setur það sem skilyrði að not fáist af húsinu og varpar fram þeirri hugmynd að unnt verði að nýta það sem fordyri að stóru hóteli sem bjóði fram ýmsar lystisemdir sem hafa má af ódýra heita vatninu og fögru umhverfinu. Fyrir hrunið trúðu stjórnvöld því að betra væri fyrir samfélagið að færa einkaaðilum sem flest sameiginleg mannvirki, selja þau jafnvel þótt það væri fyrir lágt verð, og leigja þau síðan aftur til þeirra nota sem þau voru reist fyrir. Síðar hefur komið í ljós hversu misráðið þetta var. Þetta var allt saman hluti af leikfléttu sem hafði það að markmiði að falsa bókhald og láta líta út fyrir að fjárhagur viðkomandi væri betri en hann var. Eitt versta dæmið af þessu tagi er þegar Heilsuverndarstöðin í Reykjavík var seld. Heilsuverndarstöðin í Reykjavík var einnig kennileiti og hafði táknrænt gildi fyrir borgina. Hún var og er með merkari byggingum borgarinnar og hún var sérsniðin utan um heilsugæsluþjónustu sem byggð var upp af mikilli alúð og metnaði og var þannig hlutgervingur þess háþróaða heilbrigðiskerfis sem hér var byggt upp á fyrri hluta 20. aldar. Heilsuverndarstöðin var seld einstaklingi. Við eigum hana ekki lengur. Nú erum við leigjendur í þessu húsi og greiðum eiganda þess þá leigu sem upp er sett. Hvílík afturför. Í þessu bókhaldsbrelluævintýri gleyma menn að huga að því hve mikilvægt það er fyrir borgarsamfélagið að merkustu hús borgarinnar sem hýsa þá starfsemi sem mestu máli skiptir fyrir okkur séu sameign okkar allra og séu tákn um að við tilheyrum samfélagi. Alþingishúsið, Ráðhús Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafn Íslands – eru stofnanir í húsum sem við eigum blessunarlega enn, eru kennileiti og hafa tákngildi fyrir samfélagið. Aftur til Perlunnar Það er óráð að selja Perluna. Hún er hús af því tagi sem á að vera samfélagsleg eign. Hús sem er orðið táknmynd fyrir einu höfuðborg heims sem eingöngu er hituð með heitu vatni úr iðrum jarðar. Það er hins vegar líka óráð að hafa ekki meiri not af henni en verið hefur en okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því að bæta úr því. Við búum í landi sem hefur sérstaka náttúru og menning okkar öll og sjálfsmynd þjóðarinnar tengist náttúru þess mjög sterkum böndum. En við höfum því miður vanrækt að koma upp góðri sýningu um íslenska náttúru og Náttúruminjasafn Íslands, sem lögum samkvæmt ber þetta hlutverk er á algerum hrakhólum. Þetta er í raun og veru stórfurðulegt. Á undanförnum áratugum hefur samfélag okkar byggt verslunarmiðstöðvar, samgöngumannvirki og margvíslegar hallir en hefur ekki enn séð ástæðu til að koma sér upp safni og heildstæðri sýningu um þá náttúru sem menning okkar er sprottin af. Þetta er ekki boðlegt. En nú er lag og við getum enn stigið merkilegt skref til framtíðar og sannað fyrir sjálfum okkur og öðrum að við erum ekki þeir afglapar að afhenda einkaaðilum Perluna og gjaldfella hana þar með sem kennileiti og tákn. Hugsið ykkur hve merkilegur staður Perlan er fyrir sýningu um náttúru Íslands. Þarna er risastór sýningarhöll sem hituð er með orku úr iðrum jarðar. Þarna er fagurt útsýni til fjallahringsins þar sem sjá má jökla og eldfjöll. Þetta getur ekki orðið betra. Perlan er nú þegar fjölsóttur ferðamannastaður og nútímaleg náttúruminjasýning í henni myndi á augabragði slá í gegn. Öll skólabörn landsins myndu skoða hana og nánast allir ferðamenn sem til borgarinnar koma.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun