Þjóðkirkjan og samkynhneigð Bára Friðriksdóttir skrifar 22. desember 2012 06:00 Lífsreynsla mín hefur kennt mér að fáfræði um málefni kallar oft á harða dóma. Það á við um mig jafnt og aðra. Áður en ég kynnti mér markvisst málefni samkynhneigðra í guðfræðináminu örlaði á ótta og skeytingarleysi gagnvart þeim. Eftir að ég kynnti mér málin komst ég að mínum eigin fordómum og vann mig í gegnum þá eins og langflestir sem skoða mál þeirra af einurð. Þegar ég les grein eins og Sifjar Sigmarsdóttur hér í blaðinu 19.12.2012, verður mér hugsað til þess hvort Þjóðkirkjan (ÞK) þurfi ekki að setja upp námskeið sem upplýsi og haldi til haga því mikla ferli sem fór fram innan hennar frá því lög um staðfesta samvist 1996 tóku gildi og þar til ein hjúskaparlög urðu til. Það ríkir mikil fáfræði á meðal margra sem skrifa og tala um það risaskref sem ÞK tók á þessum 15 árum. Samræða og viðhorf Málefni samkynhneigðra hafa löngum verið viðkvæm og því miður láðist ÞK að takast skörulega á við það strax 1996. En fljótlega upp úr lögunum um staðfesta samvist var gert helgisiðaform til blessunar fyrir sambönd samkynhneigðra. Það voru umræður í hópum innan kirkjunnar en það var ekki fyrr en eftir 2005 sem prestar fóru að ræða þetta markvisst. Málstofur voru haldnar m.a. í samvinnu við samkynhneigða. Fræðimenn í gamla- og nýjatestamentisfræðum unnu ítarlega vinnu (http://kirkjan.is/samkynhneigdogkirkja/). Kristnir siðfræðingar kynntu mismunandi stefnur um málið sem lýstu viðhorfum allt frá því að munur sam- og gagnkynhneigðra væri sá sami og munur örvhentra og rétthentra til þess viðhorfs að samkynhneigð væri röng. Auk þess kom fram að lúterskar kirkjur um víða veröld væru sama eining sem hefði mjög ólíka nálgun á málefnið, þar gæti myndast spenna allt eftir niðurstöðu. Þetta voru prestar og biskupar með í fanginu þegar þeir unnu að því að móta stefnu ÞK til framtíðar ásamt leikmönnum. Inn í þessa mynd þarf að taka að ÞK er öllum opin og á því ekki að ýta einum eða öðrum hóp út. Henni ber að taka samkynhneigðum opnum örmum, hún verður líka að vera opin fyrir mjög íhaldssama sem og frjálslynda. ÞK rúmar því margar skoðanir. Samþykktin gat ekki verið þannig að einungis einn viðhorfahópur fengi inni. Með því að hafna algjörlega tilverurétti íhaldssamra presta og almennings þá væri kirkjan að bregðast þeim hópi. Margir íhaldssamir borgarar lýstu skoðun sinni við mig en það gerðu einnig þeir frjálslyndu. Niðurstaða prestastefnu Tvær prestastefnur voru undirlagðar af samræðunni um málefni samkynhneigðra (2006-2007). Niðurstaðan var afgerandi, góður meirihluti presta samþykkti helgisiðaform er lyti að staðfestingu samvistar. Á kirkjuþingi 2007 (þar situr safnaðarfólk, prestar, biskupar o.fl.) var samþykkt: „…Ef lögum um staðfesta samvist verður breytt þannig að trúfélög fái heimild til að staðfesta samvist þá styður Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt." Skrefið sem íslenska ÞK tók til samþykkis við réttindi samkynhneigðra var risastórt og stærra en nánast allra lúterskra kirkna í veröldinni. Á prestastefnu 2010 lýstu 90 prestar og djáknar því yfir að þeir vildu ganga enn lengra (en það er nær tveir þriðjungar stéttanna). Síðan hafa nokkrir prestar unnið ötullega að málefnum samkynhneigðra í ræðu og riti. Það fer því fyrir brjóstið á mér þegar tönnlast er á því að prestar ÞK gangi fram í fordómum gagnvart samkynhneigðum. Stundum mistekst okkur Samlíking Sifjar á hjónavígslu og afgreiðslu vöru yfir búðarborð er vart svara verð. Hjónavígsla er löggjörningur með pappírum og réttri undirskrift, undirbúningur, samtal og athöfn um mikilvægi og gildi góðs hjónalífs. Þó að ég beri sömu virðingu fyrir barni og fullorðnum þá gifti ég ekki barnið. Virðing mín er engu minni fyrir samkynhneigðum en fyrir öðrum, ég er tilbúin að gefa þá saman og ég finn til undan því þegar þeim er sýnd mannvonska eða fordómar. Því miður hefur kirkjan stundum brugðist þeim og það er leitt að þar finnast fordómar eins og annars staðar. Viðhorf trúaðra fer m.a. eftir kennivaldi og túlkun Biblíunnar, þar er mismunandi nálgun og skilningur sem hefur áhrif á túlkun þeirra. Við þurfum að mæta öllum af elsku hins alvitra, sýna breidd, umfaðma og umvanda. Heilindi þeirra sem ganga í hjónaband skiptir mestu. Þar eru ást, virðing, réttlæti og trúfesti hornsteinninn sem allt annað á að meta út frá. Þó að nú sé tíska að henda eggjum og grjóti orðanna í ÞK þá er þörf að kynna sér málin fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Lífsreynsla mín hefur kennt mér að fáfræði um málefni kallar oft á harða dóma. Það á við um mig jafnt og aðra. Áður en ég kynnti mér markvisst málefni samkynhneigðra í guðfræðináminu örlaði á ótta og skeytingarleysi gagnvart þeim. Eftir að ég kynnti mér málin komst ég að mínum eigin fordómum og vann mig í gegnum þá eins og langflestir sem skoða mál þeirra af einurð. Þegar ég les grein eins og Sifjar Sigmarsdóttur hér í blaðinu 19.12.2012, verður mér hugsað til þess hvort Þjóðkirkjan (ÞK) þurfi ekki að setja upp námskeið sem upplýsi og haldi til haga því mikla ferli sem fór fram innan hennar frá því lög um staðfesta samvist 1996 tóku gildi og þar til ein hjúskaparlög urðu til. Það ríkir mikil fáfræði á meðal margra sem skrifa og tala um það risaskref sem ÞK tók á þessum 15 árum. Samræða og viðhorf Málefni samkynhneigðra hafa löngum verið viðkvæm og því miður láðist ÞK að takast skörulega á við það strax 1996. En fljótlega upp úr lögunum um staðfesta samvist var gert helgisiðaform til blessunar fyrir sambönd samkynhneigðra. Það voru umræður í hópum innan kirkjunnar en það var ekki fyrr en eftir 2005 sem prestar fóru að ræða þetta markvisst. Málstofur voru haldnar m.a. í samvinnu við samkynhneigða. Fræðimenn í gamla- og nýjatestamentisfræðum unnu ítarlega vinnu (http://kirkjan.is/samkynhneigdogkirkja/). Kristnir siðfræðingar kynntu mismunandi stefnur um málið sem lýstu viðhorfum allt frá því að munur sam- og gagnkynhneigðra væri sá sami og munur örvhentra og rétthentra til þess viðhorfs að samkynhneigð væri röng. Auk þess kom fram að lúterskar kirkjur um víða veröld væru sama eining sem hefði mjög ólíka nálgun á málefnið, þar gæti myndast spenna allt eftir niðurstöðu. Þetta voru prestar og biskupar með í fanginu þegar þeir unnu að því að móta stefnu ÞK til framtíðar ásamt leikmönnum. Inn í þessa mynd þarf að taka að ÞK er öllum opin og á því ekki að ýta einum eða öðrum hóp út. Henni ber að taka samkynhneigðum opnum örmum, hún verður líka að vera opin fyrir mjög íhaldssama sem og frjálslynda. ÞK rúmar því margar skoðanir. Samþykktin gat ekki verið þannig að einungis einn viðhorfahópur fengi inni. Með því að hafna algjörlega tilverurétti íhaldssamra presta og almennings þá væri kirkjan að bregðast þeim hópi. Margir íhaldssamir borgarar lýstu skoðun sinni við mig en það gerðu einnig þeir frjálslyndu. Niðurstaða prestastefnu Tvær prestastefnur voru undirlagðar af samræðunni um málefni samkynhneigðra (2006-2007). Niðurstaðan var afgerandi, góður meirihluti presta samþykkti helgisiðaform er lyti að staðfestingu samvistar. Á kirkjuþingi 2007 (þar situr safnaðarfólk, prestar, biskupar o.fl.) var samþykkt: „…Ef lögum um staðfesta samvist verður breytt þannig að trúfélög fái heimild til að staðfesta samvist þá styður Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt." Skrefið sem íslenska ÞK tók til samþykkis við réttindi samkynhneigðra var risastórt og stærra en nánast allra lúterskra kirkna í veröldinni. Á prestastefnu 2010 lýstu 90 prestar og djáknar því yfir að þeir vildu ganga enn lengra (en það er nær tveir þriðjungar stéttanna). Síðan hafa nokkrir prestar unnið ötullega að málefnum samkynhneigðra í ræðu og riti. Það fer því fyrir brjóstið á mér þegar tönnlast er á því að prestar ÞK gangi fram í fordómum gagnvart samkynhneigðum. Stundum mistekst okkur Samlíking Sifjar á hjónavígslu og afgreiðslu vöru yfir búðarborð er vart svara verð. Hjónavígsla er löggjörningur með pappírum og réttri undirskrift, undirbúningur, samtal og athöfn um mikilvægi og gildi góðs hjónalífs. Þó að ég beri sömu virðingu fyrir barni og fullorðnum þá gifti ég ekki barnið. Virðing mín er engu minni fyrir samkynhneigðum en fyrir öðrum, ég er tilbúin að gefa þá saman og ég finn til undan því þegar þeim er sýnd mannvonska eða fordómar. Því miður hefur kirkjan stundum brugðist þeim og það er leitt að þar finnast fordómar eins og annars staðar. Viðhorf trúaðra fer m.a. eftir kennivaldi og túlkun Biblíunnar, þar er mismunandi nálgun og skilningur sem hefur áhrif á túlkun þeirra. Við þurfum að mæta öllum af elsku hins alvitra, sýna breidd, umfaðma og umvanda. Heilindi þeirra sem ganga í hjónaband skiptir mestu. Þar eru ást, virðing, réttlæti og trúfesti hornsteinninn sem allt annað á að meta út frá. Þó að nú sé tíska að henda eggjum og grjóti orðanna í ÞK þá er þörf að kynna sér málin fyrst.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun