Ný aðferð í lestrarkennslu gæti bætt lesskilning barna BBI skrifar 15. ágúst 2012 14:53 Mynd/Getty Ný aðferð í lestrarkennslu grunnskólabarna hefur smátt og smátt verið að ryðja sér til rúms á landinu. Aðferðin nefnist Byrjendalæsi og felur í sér annars konar nálgun en áður tíðkaðist í lestrarkennslu. Sífellt fleiri skólar leggja aðferðina til grundvallar og nú í ár bætast fjórir skólar í hópinn á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 174 grunnskólum sem eru á landinu hafa yfir 70 þeirra tekið upp tæknina á síðustu árum. Rósa Eggertsdóttir, íslenskufræðingur, segir að nú sé yfirlýst stefna t.d. Reykjavíkurborgar að allir skólar á höfuðborgarsvæðinu muni taka þátt í verkefninu. Tæknin var þróuð á vegum Háskólans á Akureyri undir forystu Rósu. Aðferðin hefur vakið töluverða athygli og Rósa var meðal annars tilnefnd til nýsköpunarverðlauna Háskóla Íslands síðasta vetur fyrir verkefnið.Rósa Eggertsdóttir.MyndAðferðin felur í sér nýja nálgun í lestrarkennslu ungra barna. Rósa telur að aðferðin verði til bóta hvað lesskilning ungra barna varðar, en að undanförnu hafa borist fréttir um að lesskilningur íslenskra ungmenna sé afar bágborinn. „Markmiðið er að börn geti tjáð sig betur og náð dýpri tengslum við það sem þau lesa," segir Rósa. Rósa segir að í aðferðinni felist róttæk breyting á lestrarkennslu eins og hún tíðkast á Íslandi. „Hljóðkerfið sem við styðjumst við núna er margra áratuga gamalt. Síðan þá hafa farið fram svo miklar rannsóknir á læsi að tímarnir eru tæplega sambærilegir," segir hún. Til að skýra hvað felst í aðferðinni í stórum dráttum tekur Rósa dæmi: Við notumst við eina bók í senn, tökum sem dæmi Palli var einn í heiminum. Til að byrja með lesum við bókina fyrir börnin og ræðum svo um hana. Þannig tryggjum við að allir í bekknum skilji um hvað sagan fjallar áður en þeir fara að rembast við að lesa hana. Svo veljum við ákveðin orð í bókinni sem við fjöllum nánar um, tökum út tiltekna stafi og kennum þá. Þannig lenda börnin aldrei í að skilja ekki hvað þau eru að lesa og læra um leið tæknina á bak við lestur. Rósa hefur unnið með aðferðina Byrjendalæsi frá árinu 2004. Sífellt fleiri skólar taka þátt í verkefninu sem Háskólinn á Akureyri heldur utan um og bera aðferðinni vel söguna. Hún vekur stöðugt meiri athygli og nú er að fara í gang þriggja ára rannsókn á fyrirbærinu á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þar verður meðal annars rannsakað hvort aðferðin gefur góða raun. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Ný aðferð í lestrarkennslu grunnskólabarna hefur smátt og smátt verið að ryðja sér til rúms á landinu. Aðferðin nefnist Byrjendalæsi og felur í sér annars konar nálgun en áður tíðkaðist í lestrarkennslu. Sífellt fleiri skólar leggja aðferðina til grundvallar og nú í ár bætast fjórir skólar í hópinn á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 174 grunnskólum sem eru á landinu hafa yfir 70 þeirra tekið upp tæknina á síðustu árum. Rósa Eggertsdóttir, íslenskufræðingur, segir að nú sé yfirlýst stefna t.d. Reykjavíkurborgar að allir skólar á höfuðborgarsvæðinu muni taka þátt í verkefninu. Tæknin var þróuð á vegum Háskólans á Akureyri undir forystu Rósu. Aðferðin hefur vakið töluverða athygli og Rósa var meðal annars tilnefnd til nýsköpunarverðlauna Háskóla Íslands síðasta vetur fyrir verkefnið.Rósa Eggertsdóttir.MyndAðferðin felur í sér nýja nálgun í lestrarkennslu ungra barna. Rósa telur að aðferðin verði til bóta hvað lesskilning ungra barna varðar, en að undanförnu hafa borist fréttir um að lesskilningur íslenskra ungmenna sé afar bágborinn. „Markmiðið er að börn geti tjáð sig betur og náð dýpri tengslum við það sem þau lesa," segir Rósa. Rósa segir að í aðferðinni felist róttæk breyting á lestrarkennslu eins og hún tíðkast á Íslandi. „Hljóðkerfið sem við styðjumst við núna er margra áratuga gamalt. Síðan þá hafa farið fram svo miklar rannsóknir á læsi að tímarnir eru tæplega sambærilegir," segir hún. Til að skýra hvað felst í aðferðinni í stórum dráttum tekur Rósa dæmi: Við notumst við eina bók í senn, tökum sem dæmi Palli var einn í heiminum. Til að byrja með lesum við bókina fyrir börnin og ræðum svo um hana. Þannig tryggjum við að allir í bekknum skilji um hvað sagan fjallar áður en þeir fara að rembast við að lesa hana. Svo veljum við ákveðin orð í bókinni sem við fjöllum nánar um, tökum út tiltekna stafi og kennum þá. Þannig lenda börnin aldrei í að skilja ekki hvað þau eru að lesa og læra um leið tæknina á bak við lestur. Rósa hefur unnið með aðferðina Byrjendalæsi frá árinu 2004. Sífellt fleiri skólar taka þátt í verkefninu sem Háskólinn á Akureyri heldur utan um og bera aðferðinni vel söguna. Hún vekur stöðugt meiri athygli og nú er að fara í gang þriggja ára rannsókn á fyrirbærinu á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þar verður meðal annars rannsakað hvort aðferðin gefur góða raun.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira