Stefán Már og Þórður Rafn á fjórum yfir pari á fyrsta hring Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 16:15 Stefán Már fékk um 60 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir 23. sætið á mótinu um nýliðna helgi. Kylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur léku fyrsta hringinn á Gloria Old Course Classic mótinu í Tyrklandi á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Mótið er hluti af EPD-mótaröðinni en fyrstu fjögur mót ársins fara fram í Tyrklandi. Þétt er leikið á mótinu en þeir félagar léku á fyrsta mótinu um nýliðna helgi þar sem Stefán Már hafnaði í 23. sæti en Þórður í 72. sæti. Þórði Rafni gekk vel framan af degi og var á einu höggi undir pari eftir átta holur. Honum fataðist hins vegar flugið seinni part dags þegar hann fékk fimm skolla. Stefán Már fékk sex skolla og tvo fugla á hringnum. Um 40 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn sem fer fram eftir tvo hringi. Stefán Már og Þórður Rafn þurfa báðir að bæta sinn leik á morgun ef þeir ætla að eiga möguleika á að komast áfram. Þeir eru sem stendru í 54. sæti af 88 keppendum. Þjóðverjinn Björn Stromsky hefur eins höggs forystu á næstu menn. Stromsky spilaði hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Smellið hér til að skoða stöðuna í mótinu. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur léku fyrsta hringinn á Gloria Old Course Classic mótinu í Tyrklandi á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Mótið er hluti af EPD-mótaröðinni en fyrstu fjögur mót ársins fara fram í Tyrklandi. Þétt er leikið á mótinu en þeir félagar léku á fyrsta mótinu um nýliðna helgi þar sem Stefán Már hafnaði í 23. sæti en Þórður í 72. sæti. Þórði Rafni gekk vel framan af degi og var á einu höggi undir pari eftir átta holur. Honum fataðist hins vegar flugið seinni part dags þegar hann fékk fimm skolla. Stefán Már fékk sex skolla og tvo fugla á hringnum. Um 40 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn sem fer fram eftir tvo hringi. Stefán Már og Þórður Rafn þurfa báðir að bæta sinn leik á morgun ef þeir ætla að eiga möguleika á að komast áfram. Þeir eru sem stendru í 54. sæti af 88 keppendum. Þjóðverjinn Björn Stromsky hefur eins höggs forystu á næstu menn. Stromsky spilaði hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Smellið hér til að skoða stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira