Körfubolti

Snæfellskonur eru til alls líklegar í vetur - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kvennalið Snæfells vann 30 stiga útisigur á Fjölni í kvöld, 92-62, í fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum en stelpurnar hans Inga Þórs Steinþórssonar eru til alls líklegar í kvennakörfunni í vetur.

Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 18 stig í kvöld, Kieraah Marlow var með 17 stig, 18 frákaöst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir bætti við 14 stigum og 8 stoðsendingum.

Snæfellskonur unnu fráköstin 42-22, voru komnar í 26-7 eftir fyrsta leikhlutann og unnu alla leikhlutana í þessum leik.

Það stuttu á milli verkefna hjá Snæfellsliðinu því þær eru á leiðinni út til Danmörkur í fyrramálið til þess að taka þátt í æfingamóti.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Fjölnis og Snæfells í Dalhúsum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Hildur Björg Kjartansdóttir.Mynd/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×