Enski boltinn

Dempsey samdi við Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Clint Dempsey er orðinn leikmaður Tottenham. Hann skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við félagið sem greiddi Fulham sex milljónir punda fyrir.

Dempsey hafði verið lengi orðaður við Liverpool og var sagður afar áhugasamur um að fara til félagsins. Liverpool var hins vegar ekki reiðubúið að greiða meira en fjórar milljónir punda og því varð ekkert af félagaskiptunum.

Fulham hafði fyrr í dag samþykkt tilboð Aston Villa í kappann en Dempsey vildi ekki fara til félagsins. Hlutirnir breyttust svo skjótt þegar að Tottenham kom til sögunnar og er hann nú orðinn leikmaður Lundúnarliðsins.

Þetta er í annað skipti í sumar sem Tottenham kaupir leikmann sem Liverpool hafði áhuga á. Hinn er Gylfi Þór Sigurðsson.

Tottenham gekk einnig frá kaupum á markverðinum Hugo Lloris fyrr í kvöld. Félagið hefur þó einnig misst leikmenn en liðið seldi þá Luka Modrid og Rafael van der Vaart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×