Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2012 18:59 Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á sjálfir að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. Meint brot lögreglumannanna fyrrverandi, Guðmundar Hauks Gunnarssonar og Jóns Óttars Ólafssonar varða allt að þriggja ára fangelsi. Ef það á að ákæra í málinu, sem er nú til rannsóknar hjá ríkissaksóknara, dugar ekki aðeins að sýna fram á að þeir hafi selt trúnaðarupplýsingar í ávinningsskyni heldur verður að sanna að þeir hafi haft ásetning um að hagnast með ólögmætum hætti. Mennirnir hafa haldið því fram að öll vinna þeirra hafi grundvallast á gögnum sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. Þannig hafi þeir ekki selt neinar trúnaðarupplýsingar sem þeir fengu í starfi sínu, en sérstakur saksóknari virðist vera á öndverðri skoðun í ljósi kærunnar. Eins og komið hefur fram hófu mennirnir tveir að selja þrotabúi Milestone þjónustu síðasta haust, mörgum mánuðum áður en þeir létu af störfum hjá sérstökum saksóknara. Þeir sögðu skiptastjóra Milestone jafnframt að vinna þeirra fyrir þrotabúið hafi verið með vitund yfirmanna. Í 20. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eru embættismenn skyldaðir til að láta yfirboðara sína vita ef þeir taka að sér annað launað starf eða þiggja greiðslu samhliða starfi sínu hjá ríkinu. Innan tveggja vikna skal starfsmanni tilkynnt ef þetta þykir ekki samrýmast starfi hans. Í þessu lagaákvæði er lögð ákveðin athafnaskylda á starfsmann. Hann þarf sjálfur að fyrra bragði að tilkynna yfirboðurum sínum um starfið. Ólafur Þór Hauksson sagði við fréttastofu að mennirnir tveir hefðu ekki gert þetta. Þannig hafi embætti hans ekki getað lýst skoðunum sínum á vinnu mannanna í fyrirtækinu Pars Per Pars þar sem hann hafi ekki haft vitneskju um þetta. Þessar skýringar Ólafs Þórs þykja umdeildar, því öðrum saksóknurum var full vel kunnugt um störf mannanna fyrir þrotabúið, t.d vissi saksóknarinn Hólmsteinn Gauti Sigurðsson af henni. Rúv hefur greint frá tölvupóstum sem varpa ljósi á þetta. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 höfðu mennirnir tveir frumkvæði af því að selja þrotabúinu þjónustu sína í september 2011. Hugmyndin var semsagt þeirra. Samkvæmt þessum reikningum (sjá myndskeið með frétt) sem fyrirtækið Pars Per Pars sendi þrotabúinu var greinargerðin sem þeir unnu skrifuð í október og nóvember, meðan þeir voru í fullu starfi sem lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara. Greinargerðin er aðeins lítill hluti af ráðgjöf sem mennirnir veittu. Á síðasta reikningnum er engin sundurliðun, en það mun vera vegna þess að eftir útgáfu fyrsta reikningsins sem hljóðar upp á 22 milljónir króna, sem kom skiptastjóra Milestone algjörlega í opna skjöldu, gerði skiptastjórinn mönnunum grein fyrir því að hann myndi aldrei greiða meira en 30 milljónir króna fyrir þessa vinnu. Tekið skal fram að í yfirlýsingu skiptastjóra Milestone frá því fyrir helgi segir hann að hann hafi ekki vísbendingu um annað en að vinna mannanna hafi grundvallast á gögnum sem þegar hafi tilheyrt þrotabúinu. Af þessari yfirlýsingu má draga þá ályktun að hann hafi aldrei litið svo á að mennirnir væru að selja upplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu hjá sérstökum saksóknara og var skylt að þaga um. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á sjálfir að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. Meint brot lögreglumannanna fyrrverandi, Guðmundar Hauks Gunnarssonar og Jóns Óttars Ólafssonar varða allt að þriggja ára fangelsi. Ef það á að ákæra í málinu, sem er nú til rannsóknar hjá ríkissaksóknara, dugar ekki aðeins að sýna fram á að þeir hafi selt trúnaðarupplýsingar í ávinningsskyni heldur verður að sanna að þeir hafi haft ásetning um að hagnast með ólögmætum hætti. Mennirnir hafa haldið því fram að öll vinna þeirra hafi grundvallast á gögnum sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. Þannig hafi þeir ekki selt neinar trúnaðarupplýsingar sem þeir fengu í starfi sínu, en sérstakur saksóknari virðist vera á öndverðri skoðun í ljósi kærunnar. Eins og komið hefur fram hófu mennirnir tveir að selja þrotabúi Milestone þjónustu síðasta haust, mörgum mánuðum áður en þeir létu af störfum hjá sérstökum saksóknara. Þeir sögðu skiptastjóra Milestone jafnframt að vinna þeirra fyrir þrotabúið hafi verið með vitund yfirmanna. Í 20. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eru embættismenn skyldaðir til að láta yfirboðara sína vita ef þeir taka að sér annað launað starf eða þiggja greiðslu samhliða starfi sínu hjá ríkinu. Innan tveggja vikna skal starfsmanni tilkynnt ef þetta þykir ekki samrýmast starfi hans. Í þessu lagaákvæði er lögð ákveðin athafnaskylda á starfsmann. Hann þarf sjálfur að fyrra bragði að tilkynna yfirboðurum sínum um starfið. Ólafur Þór Hauksson sagði við fréttastofu að mennirnir tveir hefðu ekki gert þetta. Þannig hafi embætti hans ekki getað lýst skoðunum sínum á vinnu mannanna í fyrirtækinu Pars Per Pars þar sem hann hafi ekki haft vitneskju um þetta. Þessar skýringar Ólafs Þórs þykja umdeildar, því öðrum saksóknurum var full vel kunnugt um störf mannanna fyrir þrotabúið, t.d vissi saksóknarinn Hólmsteinn Gauti Sigurðsson af henni. Rúv hefur greint frá tölvupóstum sem varpa ljósi á þetta. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 höfðu mennirnir tveir frumkvæði af því að selja þrotabúinu þjónustu sína í september 2011. Hugmyndin var semsagt þeirra. Samkvæmt þessum reikningum (sjá myndskeið með frétt) sem fyrirtækið Pars Per Pars sendi þrotabúinu var greinargerðin sem þeir unnu skrifuð í október og nóvember, meðan þeir voru í fullu starfi sem lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara. Greinargerðin er aðeins lítill hluti af ráðgjöf sem mennirnir veittu. Á síðasta reikningnum er engin sundurliðun, en það mun vera vegna þess að eftir útgáfu fyrsta reikningsins sem hljóðar upp á 22 milljónir króna, sem kom skiptastjóra Milestone algjörlega í opna skjöldu, gerði skiptastjórinn mönnunum grein fyrir því að hann myndi aldrei greiða meira en 30 milljónir króna fyrir þessa vinnu. Tekið skal fram að í yfirlýsingu skiptastjóra Milestone frá því fyrir helgi segir hann að hann hafi ekki vísbendingu um annað en að vinna mannanna hafi grundvallast á gögnum sem þegar hafi tilheyrt þrotabúinu. Af þessari yfirlýsingu má draga þá ályktun að hann hafi aldrei litið svo á að mennirnir væru að selja upplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu hjá sérstökum saksóknara og var skylt að þaga um. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30
Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00
Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45