Webber í leit að sínum fyrsta sigri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 11:42 Webber var vel fagnað eftir tímatökurnar í gær. Nordic Photos / Getty Mark Webber verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Mónakó í dag. Webber, sem ekur hjá Red Bull, hefur enn ekki hrósað sigri í þeim fimm mótum sem búin eru á tímabilinu. Ástralinn vann síðast sigur í Brasilíukappakstrinum á síðasta ári. Hann hafnaði í fjórða sæti í fystu fjórum keppnum tímabilsins en þurfti að sætta sig við það ellefta í síðustu keppni á Spáni. Webber ók á næstbesta tímanum í tímatökunum en hraðast ók Þjóðverjinn Michael Schumacher hjá Mercedes. Schumacher var hins vegar refsað vegna atviks í Spánarkappakstrinum og ræsir sjötti. Webber hefur mátt sætta sig við að lifa í skugga Þjóðverjans Sebastian Vettel sem ekur einnig fyrir Red Bull. Vettel hefur staðið uppi sem sigurvegari í keppni ökuþóra undanfarin tvöt tímabil. Hann ræsir hins vegar níundi í dag. Vettel er efstur ásamt Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni ökuþóra á yfirstandandi tímabili með 61 stig að loknum fimm keppnum. Webber er fimmti með 48 stig. Röð keppenda fyrir ræsinguna í Mónakó má sjá hér að neðan. Keppnin hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 01 Mark Webber 02 Nico Rosberg 03 Lewis Hamilton 04 Romain Grosjean 05 Fernando Alonso 06 Michael Schumacher * 07 Felipe Massa 08 Kimi Raikkonen 09 Sebastian Vettel 10 Nico Hulkenberg 11 Kamui Kobayashi 12 Jenson Button 13 Bruno Senna 14 Paul di Resta 15 Daniel Ricciardo 16 Jean-Eric Vergne 17 Heikki Kovalainen 18 Vitaly Petrov 19 Timo Glock 20 Pedro de la Rosa 21 Charles Pic 22 Narain Karthikeyan 23 Pastor Maldonado ** 24 Sergio Perez *** *Refsing - aftur um fimm sæti vegna áreksturs á Spáni **Tvöföld refsing - aftur um fimmtán sæti vegna áreksturs og bilunar í búnaði ***Refsing - aftur um fimm sæti venga bilunar í búnaði Formúla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mark Webber verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Mónakó í dag. Webber, sem ekur hjá Red Bull, hefur enn ekki hrósað sigri í þeim fimm mótum sem búin eru á tímabilinu. Ástralinn vann síðast sigur í Brasilíukappakstrinum á síðasta ári. Hann hafnaði í fjórða sæti í fystu fjórum keppnum tímabilsins en þurfti að sætta sig við það ellefta í síðustu keppni á Spáni. Webber ók á næstbesta tímanum í tímatökunum en hraðast ók Þjóðverjinn Michael Schumacher hjá Mercedes. Schumacher var hins vegar refsað vegna atviks í Spánarkappakstrinum og ræsir sjötti. Webber hefur mátt sætta sig við að lifa í skugga Þjóðverjans Sebastian Vettel sem ekur einnig fyrir Red Bull. Vettel hefur staðið uppi sem sigurvegari í keppni ökuþóra undanfarin tvöt tímabil. Hann ræsir hins vegar níundi í dag. Vettel er efstur ásamt Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni ökuþóra á yfirstandandi tímabili með 61 stig að loknum fimm keppnum. Webber er fimmti með 48 stig. Röð keppenda fyrir ræsinguna í Mónakó má sjá hér að neðan. Keppnin hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 01 Mark Webber 02 Nico Rosberg 03 Lewis Hamilton 04 Romain Grosjean 05 Fernando Alonso 06 Michael Schumacher * 07 Felipe Massa 08 Kimi Raikkonen 09 Sebastian Vettel 10 Nico Hulkenberg 11 Kamui Kobayashi 12 Jenson Button 13 Bruno Senna 14 Paul di Resta 15 Daniel Ricciardo 16 Jean-Eric Vergne 17 Heikki Kovalainen 18 Vitaly Petrov 19 Timo Glock 20 Pedro de la Rosa 21 Charles Pic 22 Narain Karthikeyan 23 Pastor Maldonado ** 24 Sergio Perez *** *Refsing - aftur um fimm sæti vegna áreksturs á Spáni **Tvöföld refsing - aftur um fimmtán sæti vegna áreksturs og bilunar í búnaði ***Refsing - aftur um fimm sæti venga bilunar í búnaði
Formúla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira