Gefa út einstakt smárit um list 23. júlí 2012 11:00 Frosti Gnarr Stúdíó er staðsett úti á Gróttu og er nafn Grotta Zine dregið af því. Hér eru Hilmir Berg, Giuseppe Russo og Frosti Gnarr saman með fyrsta tölublaðið. Fréttablaðið/Ernir „Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta," segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni. „Þetta er smárit eða það sem kallast á ensku „zine"," segir Frosti um ritið sem telur 36 blaðsíður í A5 broti. Hann er listrænn stjórnandi og forstjóri grafísku hönnunarstofunnar Frosti Gnarr Stúdíó, sem annast alla framleiðslu ritsins. Stofan varð að fullstarfandi fyrirtæki í júní og er staðsett úti á Gróttu á Seltjarnarnesi en staðurinn er uppspretta nafns smáritsins. Auk Frosta annast Giuseppe Russo, framkvæmdastjóri stofunnar, framleiðslu blaðsins ásamt góðum hópi fólks. Listamaður fyrstu útgáfunnar er Sigurður Angantýsson Hólm sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður í vor. „Þetta verður þverfaglegt. Við ætlum að sýna verk eftir myndlistarmenn, grafíska hönnuði, tónlistarmenn og ljósmyndara. Við viljum ekki endilega festa okkur í myndlistinni heldur taka fyrir listamenn sem okkur finnst vera að gera eitthvað merkilegt eða sérstakt," segir Frosti og bætir við: „Þetta er tilraun til að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir menninguna." „Hver forsíða er einstök og handgerð," segir Frosti en upplag hvers tölublaðs er einungis 500 eintök og er hver forsíða handmáluð af listamanninum. Hægt er að kaupa ritið í fimm verslunum fyrir utan Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Eymundsson, sem gerði sölusamning við stofuna á dögunum. -hþt Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta," segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni. „Þetta er smárit eða það sem kallast á ensku „zine"," segir Frosti um ritið sem telur 36 blaðsíður í A5 broti. Hann er listrænn stjórnandi og forstjóri grafísku hönnunarstofunnar Frosti Gnarr Stúdíó, sem annast alla framleiðslu ritsins. Stofan varð að fullstarfandi fyrirtæki í júní og er staðsett úti á Gróttu á Seltjarnarnesi en staðurinn er uppspretta nafns smáritsins. Auk Frosta annast Giuseppe Russo, framkvæmdastjóri stofunnar, framleiðslu blaðsins ásamt góðum hópi fólks. Listamaður fyrstu útgáfunnar er Sigurður Angantýsson Hólm sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður í vor. „Þetta verður þverfaglegt. Við ætlum að sýna verk eftir myndlistarmenn, grafíska hönnuði, tónlistarmenn og ljósmyndara. Við viljum ekki endilega festa okkur í myndlistinni heldur taka fyrir listamenn sem okkur finnst vera að gera eitthvað merkilegt eða sérstakt," segir Frosti og bætir við: „Þetta er tilraun til að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir menninguna." „Hver forsíða er einstök og handgerð," segir Frosti en upplag hvers tölublaðs er einungis 500 eintök og er hver forsíða handmáluð af listamanninum. Hægt er að kaupa ritið í fimm verslunum fyrir utan Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Eymundsson, sem gerði sölusamning við stofuna á dögunum. -hþt
Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira