Fjórðungur kennara hefur ekki trú á skóla án aðgreiningar Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. september 2012 18:30 Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að nýrri könnun meðal íslenskra grunnskólakennara. Af fjögur þúsund kennurum bárust svör frá 2616. Svör kennara benda til þess að álag í starfi kennara hafi aukist mikið á undanförnum fimm árum. Rúmlega 77 prósent svarenda sögðu álagið hafa aukist frekar eða mjög mikið á þessu tímabili, 18 prósent töldu álagið svipað en einungis 0,7 prósent töldu álagið hafa minnkað frekar eða mjög mikið. Laun kennara hafa hins vegar ekki hækkað í takt við aukið álag. Það sem vekur einna mesta athygli við niðurstöður könnunarinnar er afstaða grunnskólakennara til skóla án áðgreiningar, en framkvæmd þessarar stefnu birtist í því að börn með sérþarfir sækja sinn heimaskóla og sitja í bekk með jafnöldrum sínum sem ekki þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Aðeins 42 prósent kennara voru jákvæðir eða mjög jákvæðir gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæðir eða mjög neikvæðir. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Þessar niðurstöður ríma ágætla við niðurstöður úr meistararitgerð Albertu Tulinius við menntavísindavsvið HÍ um stuðning við kennara. Nðurstöður rannsóknar hennar á árunum 2008-2010 benda til þess að í skóla án aðgreiningar séu gerðar miklar kröfur til kennara um árangursríka kennslu en að sama skapi fá þeir ekki nægan stuðning meðal annars vegna fjárskorts en einnig vegna slaks aðgengis að námsefni. Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í raun ávöxtur kenninga um félagslegt réttlæti. Og á að búa einstaklinga með sérþarfir betur undir frekari menntun og þáttöku í samfélaginu, fremur en þeir séu eingöngu að umgangast aðra sem glíma sem við sömu vandamál. Þessar niðurstöður veita hins vegar vísbendingar um að innleiðing stefnunnar hafi ekki heppnast nægilega vel í skólakerfinu eða að mikið starf sé óunnið við að ljúka innleiðingu hennar svo vel takist til. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að nýrri könnun meðal íslenskra grunnskólakennara. Af fjögur þúsund kennurum bárust svör frá 2616. Svör kennara benda til þess að álag í starfi kennara hafi aukist mikið á undanförnum fimm árum. Rúmlega 77 prósent svarenda sögðu álagið hafa aukist frekar eða mjög mikið á þessu tímabili, 18 prósent töldu álagið svipað en einungis 0,7 prósent töldu álagið hafa minnkað frekar eða mjög mikið. Laun kennara hafa hins vegar ekki hækkað í takt við aukið álag. Það sem vekur einna mesta athygli við niðurstöður könnunarinnar er afstaða grunnskólakennara til skóla án áðgreiningar, en framkvæmd þessarar stefnu birtist í því að börn með sérþarfir sækja sinn heimaskóla og sitja í bekk með jafnöldrum sínum sem ekki þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Aðeins 42 prósent kennara voru jákvæðir eða mjög jákvæðir gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæðir eða mjög neikvæðir. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Þessar niðurstöður ríma ágætla við niðurstöður úr meistararitgerð Albertu Tulinius við menntavísindavsvið HÍ um stuðning við kennara. Nðurstöður rannsóknar hennar á árunum 2008-2010 benda til þess að í skóla án aðgreiningar séu gerðar miklar kröfur til kennara um árangursríka kennslu en að sama skapi fá þeir ekki nægan stuðning meðal annars vegna fjárskorts en einnig vegna slaks aðgengis að námsefni. Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í raun ávöxtur kenninga um félagslegt réttlæti. Og á að búa einstaklinga með sérþarfir betur undir frekari menntun og þáttöku í samfélaginu, fremur en þeir séu eingöngu að umgangast aðra sem glíma sem við sömu vandamál. Þessar niðurstöður veita hins vegar vísbendingar um að innleiðing stefnunnar hafi ekki heppnast nægilega vel í skólakerfinu eða að mikið starf sé óunnið við að ljúka innleiðingu hennar svo vel takist til. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent