Fjórðungur kennara hefur ekki trú á skóla án aðgreiningar Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. september 2012 18:30 Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að nýrri könnun meðal íslenskra grunnskólakennara. Af fjögur þúsund kennurum bárust svör frá 2616. Svör kennara benda til þess að álag í starfi kennara hafi aukist mikið á undanförnum fimm árum. Rúmlega 77 prósent svarenda sögðu álagið hafa aukist frekar eða mjög mikið á þessu tímabili, 18 prósent töldu álagið svipað en einungis 0,7 prósent töldu álagið hafa minnkað frekar eða mjög mikið. Laun kennara hafa hins vegar ekki hækkað í takt við aukið álag. Það sem vekur einna mesta athygli við niðurstöður könnunarinnar er afstaða grunnskólakennara til skóla án áðgreiningar, en framkvæmd þessarar stefnu birtist í því að börn með sérþarfir sækja sinn heimaskóla og sitja í bekk með jafnöldrum sínum sem ekki þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Aðeins 42 prósent kennara voru jákvæðir eða mjög jákvæðir gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæðir eða mjög neikvæðir. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Þessar niðurstöður ríma ágætla við niðurstöður úr meistararitgerð Albertu Tulinius við menntavísindavsvið HÍ um stuðning við kennara. Nðurstöður rannsóknar hennar á árunum 2008-2010 benda til þess að í skóla án aðgreiningar séu gerðar miklar kröfur til kennara um árangursríka kennslu en að sama skapi fá þeir ekki nægan stuðning meðal annars vegna fjárskorts en einnig vegna slaks aðgengis að námsefni. Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í raun ávöxtur kenninga um félagslegt réttlæti. Og á að búa einstaklinga með sérþarfir betur undir frekari menntun og þáttöku í samfélaginu, fremur en þeir séu eingöngu að umgangast aðra sem glíma sem við sömu vandamál. Þessar niðurstöður veita hins vegar vísbendingar um að innleiðing stefnunnar hafi ekki heppnast nægilega vel í skólakerfinu eða að mikið starf sé óunnið við að ljúka innleiðingu hennar svo vel takist til. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að nýrri könnun meðal íslenskra grunnskólakennara. Af fjögur þúsund kennurum bárust svör frá 2616. Svör kennara benda til þess að álag í starfi kennara hafi aukist mikið á undanförnum fimm árum. Rúmlega 77 prósent svarenda sögðu álagið hafa aukist frekar eða mjög mikið á þessu tímabili, 18 prósent töldu álagið svipað en einungis 0,7 prósent töldu álagið hafa minnkað frekar eða mjög mikið. Laun kennara hafa hins vegar ekki hækkað í takt við aukið álag. Það sem vekur einna mesta athygli við niðurstöður könnunarinnar er afstaða grunnskólakennara til skóla án áðgreiningar, en framkvæmd þessarar stefnu birtist í því að börn með sérþarfir sækja sinn heimaskóla og sitja í bekk með jafnöldrum sínum sem ekki þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Aðeins 42 prósent kennara voru jákvæðir eða mjög jákvæðir gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæðir eða mjög neikvæðir. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Þessar niðurstöður ríma ágætla við niðurstöður úr meistararitgerð Albertu Tulinius við menntavísindavsvið HÍ um stuðning við kennara. Nðurstöður rannsóknar hennar á árunum 2008-2010 benda til þess að í skóla án aðgreiningar séu gerðar miklar kröfur til kennara um árangursríka kennslu en að sama skapi fá þeir ekki nægan stuðning meðal annars vegna fjárskorts en einnig vegna slaks aðgengis að námsefni. Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í raun ávöxtur kenninga um félagslegt réttlæti. Og á að búa einstaklinga með sérþarfir betur undir frekari menntun og þáttöku í samfélaginu, fremur en þeir séu eingöngu að umgangast aðra sem glíma sem við sömu vandamál. Þessar niðurstöður veita hins vegar vísbendingar um að innleiðing stefnunnar hafi ekki heppnast nægilega vel í skólakerfinu eða að mikið starf sé óunnið við að ljúka innleiðingu hennar svo vel takist til. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira