Viðskipti innlent

Arion banki við Jón Ásgeir: "Þú ert á listanum"

Jón Ásgeir Jóhannesson, kaupsýslumaður og stofnandi Bónuss, skorar á Arion banka að birta lista yfir  lífvænleg fyrirtæki, sem bankinn ákvað að taka frá eigendum sínum til að laga ójöfnuð á milli gamla Kaupþings og nýja Kaupþings.
Jón Ásgeir Jóhannesson, kaupsýslumaður og stofnandi Bónuss, skorar á Arion banka að birta lista yfir lífvænleg fyrirtæki, sem bankinn ákvað að taka frá eigendum sínum til að laga ójöfnuð á milli gamla Kaupþings og nýja Kaupþings.
Jón Ásgeir Jóhannesson, kaupsýslumaður og stofnandi Bónuss, skorar á Arion banka að birta lista yfir lífvænleg fyrirtæki, sem bankinn ákvað að taka frá eigendum sínum til að laga ójöfnuð á milli gamla Kaupþings og nýja Kaupþings.

Þetta kemur fram í grein sem Jón Ásgeir skrifar í Fréttablaðið í dag, en tilefni greinarinnar er mál Víglundar Þorsteinssonar, fyrrverandi stjórnarformanns BM Vallár, sem hefur fullyrt að Arion banki hafi útbúið sérstakan aftökulista yfir fyrirtæki sem ætti að taka frá eigendum sínum.

Jón Ásgeir segir í greininni að starfsmaður Arion banka hafi fullyrt að slíkur listi væri til og Hagar hafi verið á honum, en Jón Ásgeir og fjölskylda misstu eignarhaldið á Högum haustið 2010 vegna skulda móðurfélags Haga, eignarhaldsfélagsins 1998.

„Eftir snörp orðaskipti við starfsmann Arion banka viðurkenndi hann og sagði þjóstuglega: „Þú ert á listanum!" „Hvaða lista?" spurði ég. „Nú listanum um aðila sem á að kála."

Bankinn tók síðan Haga yfir og setti á markað. Allt gott og blessað og góðir drengir komu að borðinu, en bankinn seldi hlutabréfin á 40% lægra verði en því sem fjölskylda mín og erlendir fjárfestar höfðum boðið í félagið. Einu svörin voru: „Þú ert á listanum." ," skrifar Jón Ásgeir.

Hægt er að lesa greinina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×