De la Rosa skipaður formaður GPDA Birgir Þór Harðarson skrifar 5. mars 2012 22:15 Pedro de la Rosa er nýr formaður samtaka keppnisökumanna í Formúlu 1. nordicphotos/afp Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa var í dag skipaður formaður GPDA sem eru hagsmunasamtök ökumanna í Formúlu 1. Samtökin taka á helsta hagsmunamáli ökuþóra sem er öryggi þeirra. Á undanförnum árum hafa samtökin tekið virkari þátt í öðrum málum Formúlunnar, þá helst um framtíð mótaraðarinnar. De la Rosa tekur við af Rubens Barrichello sem missti sæti sitt hjá Williams í lok ársins og ekur í bandarísku IRL mótaröðinni í sumar. GPDA þurfti því að finna sér nýjan formann. De la Rosa hefur áður verið formaður samtakanna árin 2008 til 2010. "Ég held að samtökin séu mikilvægari en fólk geri sér grein fyrir," sagði de la Rosa. Í stjórn félagsins sitja þrír ökumenn í Formúlu 1 og er einn af þeim formaður. Áætlað er að kjósa í stjórnina í Ástralíu eftir tæpar tvær vikur og er gert ráð fyrir að Felipe Massa og Sebastian Vettel verði endurkjörnir. Samtökin voru stofnuð í sinni núverandi mynd eftir dauða Ayrton Senna og Roland Ratzenberger árið 1994. Michael Schumacher veitti samtökunum forystu frá stofnun til 2005. Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa var í dag skipaður formaður GPDA sem eru hagsmunasamtök ökumanna í Formúlu 1. Samtökin taka á helsta hagsmunamáli ökuþóra sem er öryggi þeirra. Á undanförnum árum hafa samtökin tekið virkari þátt í öðrum málum Formúlunnar, þá helst um framtíð mótaraðarinnar. De la Rosa tekur við af Rubens Barrichello sem missti sæti sitt hjá Williams í lok ársins og ekur í bandarísku IRL mótaröðinni í sumar. GPDA þurfti því að finna sér nýjan formann. De la Rosa hefur áður verið formaður samtakanna árin 2008 til 2010. "Ég held að samtökin séu mikilvægari en fólk geri sér grein fyrir," sagði de la Rosa. Í stjórn félagsins sitja þrír ökumenn í Formúlu 1 og er einn af þeim formaður. Áætlað er að kjósa í stjórnina í Ástralíu eftir tæpar tvær vikur og er gert ráð fyrir að Felipe Massa og Sebastian Vettel verði endurkjörnir. Samtökin voru stofnuð í sinni núverandi mynd eftir dauða Ayrton Senna og Roland Ratzenberger árið 1994. Michael Schumacher veitti samtökunum forystu frá stofnun til 2005.
Formúla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira