Tíska og hönnun

Í sama kjólnum tvisvar á rauða dreglinum

Kjóllinn er óneitanlega fallegur og fer Katrínu vel.
Kjóllinn er óneitanlega fallegur og fer Katrínu vel.
Vilhjálmur prins og Katrín, hertogynja voru viðstödd góðgerðarkvöldverð í tilefni af 600 ára afmæli St Andrews háskóla um helgina.

Katrín sem er þekkt fyrir smekkvísi sína en á sama tíma hagsýni mætti í kjól eftir hönnuðinn Alice Temperley sem hún hefur áður klæðst opinberlega. Fáar stórstjörnur komast upp með það að nota kjólana sína oftar en einu sinni á rauða dreglinum en það virðist hertogynjunni takast svo um munar.

Kjóllinn sem er skósíður og úr blúndu fer hertogynjunni einstaklega vel og því skal enga undra að hún vilji nota hann. Það er orðið nokkuð ljóst að Katrín er hrifin af blúndukjólum en hún gifti sig meðal annars í blúndu.

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Katrínu og Vilhjálm á leið sinni í góðgerðarkvöldverðinn.

Parið glæsilega.
Hér má sjá Katrínu í kjólnum við ólík tilefni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.