Innlent

Ógerlegt að minnka bankana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Andri Árnason hæstaréttarlögmaður, Geir Haarde og Hólmfríður B. Sigurðardóttir héraðsdómslögmaður.
Andri Árnason hæstaréttarlögmaður, Geir Haarde og Hólmfríður B. Sigurðardóttir héraðsdómslögmaður. Mynd/GVA
„Það hefði enginn vandi verið að setja á blað að bankarnir hefðu átt að minnka efnahagsreikning sinn," sagði Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi í morgun. Hann sagði að þetta hefði verið eitt þeirra atriða sem menn vissu að þurfti að gera en var einfaldlega ekki hægt. Hann sagði að það hefðu verið fjölmörg atriði sem hefði þurft að vinna en menn hefðu einfadlega ekki getað gert.

Efling gjaldeyrisvaraforðans hafi verið annað slíkt mál. Menn hefðu vitað að það hefði þurft að efla hann en markaðsaðstæður hafi bara verið þannig að það væri ekki hægt. „Þetta hefðu verið eins og að segja við mann: „Viltu ekki bara stökkva tvo metra í hástökki fyrir mig. Þetta var bara ekki hægt, það gekk ekki upp," sagði Geir. Sumar aðgerðir sem menn vildu ráðast í hafi orðið að veruleika, annað hafi ekki verið hægt.

„Að því er varðar að minnka efnahagsreikning bankanna í tæka tíð að þá tel ég í fyrsta lagi að frumvarp um það hefði aldrei farið í gegnum þingið. Í öðru lagi hefðu bankarnir farið á hausinn fyrr," sagði Geir. Í þriðja lagi hefðu verð lög sem hefðu komið í veg fyrir að það hefði verið gerlegt að minnka efnahagsreikning bankanna með lagasetningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×