Íslenski boltinn

Keflavík lagði Stjörnuna (sjáið mörkin) | Skaginn sigraði ÍBV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórsarar nýta bæjarferðina og mæta Fjölni í Egilshöll á morgun.
Þórsarar nýta bæjarferðina og mæta Fjölni í Egilshöll á morgun.
Keflvíkingar lögðu Stjörnuna af velli 3-2 í Reykjaneshöll í dag. Þá unnu Skagamenn góðan sigur á ÍBV á Akranesi og Breiðablik rúllaði upp BÍ/Bolungarvík. Leikið var í öllum riðlum keppninnar í dag.

Riðill 1

Breiðablik tók BÍ/Bolungarvík í kennslustund í Riðli 1. Lokatölurnar urðu 7-0 Blikum í vil þar sem Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk. Blikar hafa unnið báða leiki sína í riðlinum en Vestfirðingar tapað báðum sínum.

Tapið var vafalítið sérstaklega sárt fyrir Jörund Áka Sveinsson, þjálfara Vestfirðinga, sem þjálfaði hjá Breiðabliki um árabil.

Riðill 2

Fyrri hálfleikur í viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar var sérstaklega fjörlegur en að honum loknum var staðan 2-2. Bræðurnir Magnús Sverrir Þorsteinsson og Þorsteinn Þorsteinsson voru báðir á skotskónum hjá Keflavík líkt og sonur þjálfarans, Bojan Stefán Ljubicic. Tryggvi Sveinn Bjarnason og Gunnar Örn Jónsson skoruðu mörk Stjörnunnar.



Mörkin úr viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar má sjá hér.


Skagamenn sigruðu ÍBV í Akraneshöll með tveimur mörkum gegn einu. Arnar Már Guðjónsson og Gary Martin skoruðu fyrir heimamenn en Víðir Þorvarðarson mark Eyjamanna.

KA lagði ÍR með tveimur mörkum gegn engu í Boganum. Jóhann Helgason skoraði fyrra mark heimamanna og Gunnar Valur Gunnarsson það síðara.

Þá lagði Víkingur Reykjavík lið Tindastóls með fjórum mörkum gegn engu. Patrk Atlason, Viktor Jónsson, Hjörtur Júlíus Hjartarson og Þórður Rúnar Friðjónsson skoruðu mörk Víkinga.

Víkingur og Skagmenn eru með sex stig að loknum tveimur leikjum. Stjarnan, Keflavík, KA og ÍBV hafa þrjú stig og ÍR og Tindastóll reka lestina stigalaus.

Riðill 3

Þórsarar lögðu Fylkismenn með einu marki gegn engu í Egilshöll. Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik.

Þórsarar eru á toppi riðilsins með sex stig.

Upplýsingar um markaskorara frá fotbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×