Íslensk tónskáld fá aukin tækifæri í Hollywood 25. febrúar 2012 15:00 kvikmyndatónskáld Íslensku kvikmyndatónskáldin Barði Jóhannsson, Jóhann Jóhannsson, Atli Örvarsson, Jónsi og Ólafur Arnalds eru farin að fá aukin tækifæri í Hollwyood. Þeim Íslendingum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir hefur fjölgað mikið að undanförnu. Nýjasti meðlimurinn í hópnum er Barði Jóhannsson. Þeim íslensku tónlistarmönnum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir virðist fjölga með degi hverjum. Núna síðast greindi Fréttablaðið frá því að Barði Jóhannsson hefði samið alla tónlistina í spennumyndinni Would You Rather, ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Einnig er stutt síðan greint var frá því að Jóhann Jóhannsson hefði samið tónlistina við myndina For Ellen með Paul Dano og Jon Heder í aðalhlutverkum. Þá eru ótaldir Jónsi í Sigur Rós, sem samdi tónlistina við Hollywood-myndina We Bought A Zoo, Ólafur Arnalds sem samdi tónlistina við Another Happy Day með Demi Moore og Kate Bosworth í aðalhlutverkum, og Atli Örvarsson sem samdi tónlistina við Season of the Witch með Nicolas Cage í titilrullunni. Hægt er að hafa mikið upp úr því að semja tónlist við dýrar myndir og til að mynda hefur Jónsi vafalítið fengið væna summu í vasann fyrir vinnu sína fyrir We Bought A Zoo, sem er týpísk Hollywood-mynd með stjörnum í aðalhlutverkunum, eða þeim Matt Damon og Scarlett Johansson. Leikstjórinn Cameron Crowe var svo ánægður með frammistöðu Jónsa að hann fékk hann til að semja tónlistina við nýja gamanmynd sem hann er með í smíðum. Vafalítið hefur Atli Örvarsson einnig fengið vel borgað fyrir tónlist sína við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd á næsta ári með Jeremy Renner og Gemmu Arterton í aðalhlutverkunum. Jóhann Jóhannsson skrifaði nýverið undir samning við eina virtustu umboðsskrifstofu kvikmyndatónskálda í Hollywood; Gorfein/Schwartz. Aðspurður segir hann það rosalega mismunandi hvernig menn fái borgað fyrir vinnu sem þessa. Það fari allt eftir eðli og stærð myndarinnar. „Fyrir mig er það ekkert alltaf peningurinn sem skiptir aðalmáli heldur hvort verkefnið er áhugavert. Hins vegar er þetta yfirleitt frekar vel borgað. Þetta er mismunandi eftir markaðssvæðum en í Ameríku er miklu hærri kostnaðaráætlun en í Evrópu." Hvað sem peningamálum líður er ljóst að íslenskir tónlistarmenn eru farnir að fikra sig inn í Hollywood og eiga eflaust eftir að gera sig enn frekar gildandi þar á komandi árum. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Þeim Íslendingum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir hefur fjölgað mikið að undanförnu. Nýjasti meðlimurinn í hópnum er Barði Jóhannsson. Þeim íslensku tónlistarmönnum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir virðist fjölga með degi hverjum. Núna síðast greindi Fréttablaðið frá því að Barði Jóhannsson hefði samið alla tónlistina í spennumyndinni Would You Rather, ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Einnig er stutt síðan greint var frá því að Jóhann Jóhannsson hefði samið tónlistina við myndina For Ellen með Paul Dano og Jon Heder í aðalhlutverkum. Þá eru ótaldir Jónsi í Sigur Rós, sem samdi tónlistina við Hollywood-myndina We Bought A Zoo, Ólafur Arnalds sem samdi tónlistina við Another Happy Day með Demi Moore og Kate Bosworth í aðalhlutverkum, og Atli Örvarsson sem samdi tónlistina við Season of the Witch með Nicolas Cage í titilrullunni. Hægt er að hafa mikið upp úr því að semja tónlist við dýrar myndir og til að mynda hefur Jónsi vafalítið fengið væna summu í vasann fyrir vinnu sína fyrir We Bought A Zoo, sem er týpísk Hollywood-mynd með stjörnum í aðalhlutverkunum, eða þeim Matt Damon og Scarlett Johansson. Leikstjórinn Cameron Crowe var svo ánægður með frammistöðu Jónsa að hann fékk hann til að semja tónlistina við nýja gamanmynd sem hann er með í smíðum. Vafalítið hefur Atli Örvarsson einnig fengið vel borgað fyrir tónlist sína við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd á næsta ári með Jeremy Renner og Gemmu Arterton í aðalhlutverkunum. Jóhann Jóhannsson skrifaði nýverið undir samning við eina virtustu umboðsskrifstofu kvikmyndatónskálda í Hollywood; Gorfein/Schwartz. Aðspurður segir hann það rosalega mismunandi hvernig menn fái borgað fyrir vinnu sem þessa. Það fari allt eftir eðli og stærð myndarinnar. „Fyrir mig er það ekkert alltaf peningurinn sem skiptir aðalmáli heldur hvort verkefnið er áhugavert. Hins vegar er þetta yfirleitt frekar vel borgað. Þetta er mismunandi eftir markaðssvæðum en í Ameríku er miklu hærri kostnaðaráætlun en í Evrópu." Hvað sem peningamálum líður er ljóst að íslenskir tónlistarmenn eru farnir að fikra sig inn í Hollywood og eiga eflaust eftir að gera sig enn frekar gildandi þar á komandi árum. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira