Opið bréf til borgarfulltrúa Sigrún Edda Lövdal skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. Það er ekki nema rétt rúmlega ár síðan að markvisst var unnið að því hjá borginni að fjölga dagforeldrum og var kappkostað að fá fólk til að koma til starfa sem dagforeldrar. Um 40 Reykvíkingar sinntu kalli borgarinnar með tilheyrandi kostnaði. Fyrir hverja þá sem hefja starf sem dagforeldrar má reikna með að stofnkostnaður sé ekki undir 300 þúsund krónum þegar allt er samantekið. Ekki kemur Reykjavíkurborg neitt til móts við þá sem eru að hefja starfsemi eins og langflest sveitarfélög gera með aðstöðustyrkjum o.fl. Nú koma borgarfulltrúar fram á völlinn enn á ný og nú rúmlega ári frá því að allt kapp var lagt í það að fjölga dagforeldrum. Er nú stefnan tekin á að fækka dagforeldrum um 80-100. Nú á sem sagt að stefna því góða starfi í hættu, sem dagforeldrar inna af hendi við mikla ánægju foreldra. Hvernig í veröldinni geta borgarfulltrúar leyft sér að koma með þessum hætti fram við fólk og sér í lagi þá sem sinntu kalli þeirra fyrir rúmlega ári síðan? Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi talar um í fréttum Ríkissjónvarpsins þann 5. nóvember sl. að brúa þurfi bilið á milli fæðingarorlofs foreldra og leikskóla. Um áratugaskeið hafa dagforeldrar fyllt það bil með fórnfúsu starfi sínu þar sem yngstu þegnar okkar hafa stigið sín fyrstu skref í lífinu og hafa búið að mikilli umhyggju og alúð dagforeldra sem hafa með sínu góða starfi uppskorið ánægju foreldra eins og allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið meðal foreldra bera gott vitni um. Þess vegna er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvert Sóley borgarfulltrúi er að fara með þessum orðum sínum og þess þá heldur er hægt að skilja þann viðsnúning sem hún vill halda fram að verði í þjóðfélaginu við það eitt að brúa þetta bil. Við krefjumst þess að Sóley færi rök fyrir þessari orðræðu sinni opinberlega. Þá svari hún þeirri spurningu okkar, ef henni er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hún hefur aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju hún hafi horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Frá stofnun Barnsins í febrúar 2011 hafa fulltrúar úr stjórn Barnsins fundað með Oddnýju Sturludóttur og Óttari Proppé þar sem fulltrúar Barnsins hafa eytt miklum tíma í að fá meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkurborgar til að hækka niðurgreiðslur til foreldra yngstu barna Reykjavíkurborgar sem hafa nýtt sér þjónustu dagforeldra. Höfum við lagt mikla vinnu í að reyna að fá borgarfulltrúana til að láta af þeim mikla mismun sem foreldrar þessara barna búa við þegar kemur að niðurgreiðslum. Sá mismunur liggur í niðurgreiðslum til foreldra þeirra barna sem dvelja á borgarreknum leikskólum og eða einkareknum, sem eru töluvert hærri og getur þar munað yfir 100 þúsundum á barn. Við höfum lagt áherslu á að borgarfulltrúar komi til móts við foreldra þeirra 800 barna sem dvelja að meðaltali hjá dagforeldrum með verulegum hækkunum á niðurgreiðslum svo jafna mætti þennan mikla mun sem er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Skilnings- og aðgerðarleysi borgarfulltrúanna gagnvart þessum hóp foreldra hefur sýnt sig og sannað þar sem niðurgreiðslur til þeirra hafa verið nánast í frystingu í 5 ár. Það skýtur því skökku við þegar Oddný, sem fundað hefur verið með og hefur ekkert viljað gera fyrir þennan hóp foreldra í tæp 2 ár, kemur nú fram í fjölmiðlum og stefnir nú á að setja 1.250 milljónir á ári í að koma eins árs börnum inn á leikskóla, þó svo það komi skýrt fram í skoðanakönnun að rúmlega 50% foreldra vilja ekki leikskóladvöl fyrir þetta ung börn. Stefna núverandi borgarfulltrúa virðist vera að gefa þeim foreldrum ekkert val þar sem niðurgreiðslum er, eins og fyrr sagði, haldið í frystingu á daggæslu barna hjá dagforeldrum. Foreldrar verða, fjárhagslega séð, að setja þetta ung börn á leikskóla hvort sem þeim líkar betur eða verr. Við gerum þá kröfu að Oddný Sturludóttir gefi stjórn Barnsins og foreldrum þessara ungu barna útskýringu opinberlega á því hvað veldur því að niðurgreiðslur til foreldra um 800 barna hafa ekki hækkað að neinu ráði síðan árið 2007, þegar hún kemur nú fram á sviðið með 1.250 milljónir upp á vasann til þess að setja þetta ung börn inn á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. Það er ekki nema rétt rúmlega ár síðan að markvisst var unnið að því hjá borginni að fjölga dagforeldrum og var kappkostað að fá fólk til að koma til starfa sem dagforeldrar. Um 40 Reykvíkingar sinntu kalli borgarinnar með tilheyrandi kostnaði. Fyrir hverja þá sem hefja starf sem dagforeldrar má reikna með að stofnkostnaður sé ekki undir 300 þúsund krónum þegar allt er samantekið. Ekki kemur Reykjavíkurborg neitt til móts við þá sem eru að hefja starfsemi eins og langflest sveitarfélög gera með aðstöðustyrkjum o.fl. Nú koma borgarfulltrúar fram á völlinn enn á ný og nú rúmlega ári frá því að allt kapp var lagt í það að fjölga dagforeldrum. Er nú stefnan tekin á að fækka dagforeldrum um 80-100. Nú á sem sagt að stefna því góða starfi í hættu, sem dagforeldrar inna af hendi við mikla ánægju foreldra. Hvernig í veröldinni geta borgarfulltrúar leyft sér að koma með þessum hætti fram við fólk og sér í lagi þá sem sinntu kalli þeirra fyrir rúmlega ári síðan? Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi talar um í fréttum Ríkissjónvarpsins þann 5. nóvember sl. að brúa þurfi bilið á milli fæðingarorlofs foreldra og leikskóla. Um áratugaskeið hafa dagforeldrar fyllt það bil með fórnfúsu starfi sínu þar sem yngstu þegnar okkar hafa stigið sín fyrstu skref í lífinu og hafa búið að mikilli umhyggju og alúð dagforeldra sem hafa með sínu góða starfi uppskorið ánægju foreldra eins og allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið meðal foreldra bera gott vitni um. Þess vegna er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvert Sóley borgarfulltrúi er að fara með þessum orðum sínum og þess þá heldur er hægt að skilja þann viðsnúning sem hún vill halda fram að verði í þjóðfélaginu við það eitt að brúa þetta bil. Við krefjumst þess að Sóley færi rök fyrir þessari orðræðu sinni opinberlega. Þá svari hún þeirri spurningu okkar, ef henni er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hún hefur aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju hún hafi horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Frá stofnun Barnsins í febrúar 2011 hafa fulltrúar úr stjórn Barnsins fundað með Oddnýju Sturludóttur og Óttari Proppé þar sem fulltrúar Barnsins hafa eytt miklum tíma í að fá meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkurborgar til að hækka niðurgreiðslur til foreldra yngstu barna Reykjavíkurborgar sem hafa nýtt sér þjónustu dagforeldra. Höfum við lagt mikla vinnu í að reyna að fá borgarfulltrúana til að láta af þeim mikla mismun sem foreldrar þessara barna búa við þegar kemur að niðurgreiðslum. Sá mismunur liggur í niðurgreiðslum til foreldra þeirra barna sem dvelja á borgarreknum leikskólum og eða einkareknum, sem eru töluvert hærri og getur þar munað yfir 100 þúsundum á barn. Við höfum lagt áherslu á að borgarfulltrúar komi til móts við foreldra þeirra 800 barna sem dvelja að meðaltali hjá dagforeldrum með verulegum hækkunum á niðurgreiðslum svo jafna mætti þennan mikla mun sem er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Skilnings- og aðgerðarleysi borgarfulltrúanna gagnvart þessum hóp foreldra hefur sýnt sig og sannað þar sem niðurgreiðslur til þeirra hafa verið nánast í frystingu í 5 ár. Það skýtur því skökku við þegar Oddný, sem fundað hefur verið með og hefur ekkert viljað gera fyrir þennan hóp foreldra í tæp 2 ár, kemur nú fram í fjölmiðlum og stefnir nú á að setja 1.250 milljónir á ári í að koma eins árs börnum inn á leikskóla, þó svo það komi skýrt fram í skoðanakönnun að rúmlega 50% foreldra vilja ekki leikskóladvöl fyrir þetta ung börn. Stefna núverandi borgarfulltrúa virðist vera að gefa þeim foreldrum ekkert val þar sem niðurgreiðslum er, eins og fyrr sagði, haldið í frystingu á daggæslu barna hjá dagforeldrum. Foreldrar verða, fjárhagslega séð, að setja þetta ung börn á leikskóla hvort sem þeim líkar betur eða verr. Við gerum þá kröfu að Oddný Sturludóttir gefi stjórn Barnsins og foreldrum þessara ungu barna útskýringu opinberlega á því hvað veldur því að niðurgreiðslur til foreldra um 800 barna hafa ekki hækkað að neinu ráði síðan árið 2007, þegar hún kemur nú fram á sviðið með 1.250 milljónir upp á vasann til þess að setja þetta ung börn inn á leikskóla.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar