Ingimundur: Þetta eru gífurleg vonbrigði 8. ágúst 2012 12:54 Mynd/Valli Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag. „Ég er alveg tómur. Svona leikir eru þannig að maður gefur allt í þá, allt sem maður á. Maður reynir að draga sér orku alls staðar að til að nýta sér í leiknum. Þetta var auðvitað rússíbani fram og tilbaka í áttatíu mínútur. Þetta er erfitt og maður er að berjast við tilfinningar," sagði Ingimundur og ljóst að vonbrigðin voru mikil. „Við vorum búnir að setja markið hátt og ætluðum lengra en þetta. Þetta eru gífurleg vonbrigði, gífurleg." Ingimundur sagðist ekki vera sáttur við leik liðsins í dag. „Nei, ég get ekki sagt það. Við náðum mörgum góðum stuttum rispum í leiknum en ekki þessari heild sem við höfum verið með í undanförnum leikjum. Svona er þetta bara. Ég veit ekki hvers vegna það var," sagði Ingimundur en bætti við að dómgæslan hefði ekki hjálpað þó svo þeim mætti ekki kenna um tapið. Íslenska liðið elti það ungverska í venjulegum leiktíma. Liðið náði að minnka muninn og jafna en gekk erfiðlega að ganga á lagið. „Það kostar gífurlega orku að komast inn í leikinn og missa hann frá sér. Komast aftur inn í hann og missa hann frá sér. Koma svo aftur… Þetta er svo rosalega sárt," sagði Ingimundur. Guðmundur Guðmundssson, landliðsþjálfari, stýrði Íslendingum í síðasta skipti í dag. „Gummi hefur gefið út að þetta yrði hans síðasta mót. Það hefur verið frábært að vera hluti af liðinu hans síðustu fjögur og hálft ár. Frábær þjálfari og ég hef notið hverrar mínútu undir hans stjórn. Sama með Óskar Bjarna og Gunnar. Þetta teymi hefur verið frábært," sagði Ingimundur sem dvaldi aðeins við aðstoðarmenn Guðmundar. „Menn gleyma dálítið Óskari og Gunna. Þeir eru tölvunördarnir sem vinna baki brotnu dag og nótt. Tíminn hefur verið frábær og leiðinlegt að enda hann svona," sagði varnartröllið úr Breiðholtinu. Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag. „Ég er alveg tómur. Svona leikir eru þannig að maður gefur allt í þá, allt sem maður á. Maður reynir að draga sér orku alls staðar að til að nýta sér í leiknum. Þetta var auðvitað rússíbani fram og tilbaka í áttatíu mínútur. Þetta er erfitt og maður er að berjast við tilfinningar," sagði Ingimundur og ljóst að vonbrigðin voru mikil. „Við vorum búnir að setja markið hátt og ætluðum lengra en þetta. Þetta eru gífurleg vonbrigði, gífurleg." Ingimundur sagðist ekki vera sáttur við leik liðsins í dag. „Nei, ég get ekki sagt það. Við náðum mörgum góðum stuttum rispum í leiknum en ekki þessari heild sem við höfum verið með í undanförnum leikjum. Svona er þetta bara. Ég veit ekki hvers vegna það var," sagði Ingimundur en bætti við að dómgæslan hefði ekki hjálpað þó svo þeim mætti ekki kenna um tapið. Íslenska liðið elti það ungverska í venjulegum leiktíma. Liðið náði að minnka muninn og jafna en gekk erfiðlega að ganga á lagið. „Það kostar gífurlega orku að komast inn í leikinn og missa hann frá sér. Komast aftur inn í hann og missa hann frá sér. Koma svo aftur… Þetta er svo rosalega sárt," sagði Ingimundur. Guðmundur Guðmundssson, landliðsþjálfari, stýrði Íslendingum í síðasta skipti í dag. „Gummi hefur gefið út að þetta yrði hans síðasta mót. Það hefur verið frábært að vera hluti af liðinu hans síðustu fjögur og hálft ár. Frábær þjálfari og ég hef notið hverrar mínútu undir hans stjórn. Sama með Óskar Bjarna og Gunnar. Þetta teymi hefur verið frábært," sagði Ingimundur sem dvaldi aðeins við aðstoðarmenn Guðmundar. „Menn gleyma dálítið Óskari og Gunna. Þeir eru tölvunördarnir sem vinna baki brotnu dag og nótt. Tíminn hefur verið frábær og leiðinlegt að enda hann svona," sagði varnartröllið úr Breiðholtinu.
Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01