Innlent

Spilað stanslaust í fimm vikur - farin að upplifa frægðina

Nýjasta plata íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men seldist í meira en fjörutíu þúsund eintökum á útgáfudegi í Bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar, sem nú eru á tónleikaferðalagi vestanhafs, segjast vera farnir að upplifa frægðina.

Sveitin hefur haldið tónleika daglega síðustu sex daga ásamt því að koma fram í útvarpi og sjónvarpi, þar á meðal morgunþætti á tónlistarstöðinni VH1.

Sveitin hefur fallið vel í kramið hjá Bandaríkjamönnum en hún gaf út nýja plötu þar í landi á þriðjudag sem fór nánast um leið í annað sæti á vinsældarlista Itunes.

Og velgengninni fylgir frægð, en fólk er farið að horfa á og jafnvel stöðva íslensku tónlistarmennina á förnum vegi.

Tónleikaferðalaginu um Bandaríkin lýkur eftir viku og þá liggur leiðin heim til Íslands þar sem hljómsveitarmeðlimir áætla að safna orku fyrir tónleikaferðalag um Evrópu og Bandaríkin.

Og þrátt fyrir að hafa sungið og spilað nánast stanslaust síðustu fimm vikur brast hópurinn í söng á frídegi við það eitt að heyra hringl í íslenskum páskaeggjum.

Sjá má hljómsveitina syngja í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×