Tannlæknar uggandi yfir munntóbaksnotkun 8. apríl 2012 19:00 Tannlæknar sjá í auknu mæli illa farið tannhold vegna munntóbaksnotkunar. Þeir eru uggandi yfir þróuninni og óttast þau vandamál sem kunna að koma upp þegar fram líða stundir. Kannanir sýna að þeir sem nota tóbakið er aðalega ungir strákar. Í könnun sem gerð var síðasta vör sögðust um fimmtugur stráka á aldrinu 16 til 23 ára nota tóbak í vör. Þeim hafði þá fjölgað um fimm prósent á tveimur árum. Tannlæknar eru farnir að sjá afleiðingar þessarar auknu notkunar munn- og neftóbaks. „Við erum að sjá mikið hjá ungu fólki, sérstaklega ungum karlmönnum," segir Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands. „Við sjáum að tannholdið er illa farið. Það sem að við óttumst líka er framtíðin. Hvað gerist í framtíðinni. Ég held að þetta komi illilega í bakið á okkur þegar árin líða." Sigurður segir tóbakið lita tennurnar og fara illa með tannholdið. Hér má sjá myndir sem teknar voru af tannholdi átján ára stráks með eins árs millibili. Þær sýna vel hvernig tannholdið hefur færst lengra frá tönnunum á aðeins einu ár. „Tannholdið hefur hörfað töluvert upp og svo lítur slímhúðin mjög illa út. Hún er krumpuð og mikið af sárum jafnvel á henni. Þetta er eitthvað sem er uggandi yfir." Þá sýnir þessi mynd einnig illa farið tannhold eftir tóbaksnotkun. Sigðurður segir ekkert svo langt síðan að tannlæknar fóru að merkja þessa auknu notkun á tóbakinu hjá ungmennum. Þar sem þetta sé frekar nýlegt vandamál hjá ungu fólki þá eigi eftir að koma í ljós hver langtímaáhrifin verði. Þá óttast þeir jafnvel að munnkrabbamein geti aukist. „Ég man ekki eftir að hafa séð þetta svo oft eða varla neitt þegar ég var að byrja sem tannlæknir fyrir fimmtán árum síðan," segir Sigurður. „Í dag er þetta orðið ansi algengt hjá ungum karlmönnum. Vandamálið er að þetta er ungt fólk og þeir geta ekki hætt þessu því þetta er svo mikil fíkn. Þess vegna held ég að þegar árin líða þá kemur þetta í bakið á okkur með ýmsum vandamálum, jafnvel munnkrabbameini." Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Tannlæknar sjá í auknu mæli illa farið tannhold vegna munntóbaksnotkunar. Þeir eru uggandi yfir þróuninni og óttast þau vandamál sem kunna að koma upp þegar fram líða stundir. Kannanir sýna að þeir sem nota tóbakið er aðalega ungir strákar. Í könnun sem gerð var síðasta vör sögðust um fimmtugur stráka á aldrinu 16 til 23 ára nota tóbak í vör. Þeim hafði þá fjölgað um fimm prósent á tveimur árum. Tannlæknar eru farnir að sjá afleiðingar þessarar auknu notkunar munn- og neftóbaks. „Við erum að sjá mikið hjá ungu fólki, sérstaklega ungum karlmönnum," segir Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands. „Við sjáum að tannholdið er illa farið. Það sem að við óttumst líka er framtíðin. Hvað gerist í framtíðinni. Ég held að þetta komi illilega í bakið á okkur þegar árin líða." Sigurður segir tóbakið lita tennurnar og fara illa með tannholdið. Hér má sjá myndir sem teknar voru af tannholdi átján ára stráks með eins árs millibili. Þær sýna vel hvernig tannholdið hefur færst lengra frá tönnunum á aðeins einu ár. „Tannholdið hefur hörfað töluvert upp og svo lítur slímhúðin mjög illa út. Hún er krumpuð og mikið af sárum jafnvel á henni. Þetta er eitthvað sem er uggandi yfir." Þá sýnir þessi mynd einnig illa farið tannhold eftir tóbaksnotkun. Sigðurður segir ekkert svo langt síðan að tannlæknar fóru að merkja þessa auknu notkun á tóbakinu hjá ungmennum. Þar sem þetta sé frekar nýlegt vandamál hjá ungu fólki þá eigi eftir að koma í ljós hver langtímaáhrifin verði. Þá óttast þeir jafnvel að munnkrabbamein geti aukist. „Ég man ekki eftir að hafa séð þetta svo oft eða varla neitt þegar ég var að byrja sem tannlæknir fyrir fimmtán árum síðan," segir Sigurður. „Í dag er þetta orðið ansi algengt hjá ungum karlmönnum. Vandamálið er að þetta er ungt fólk og þeir geta ekki hætt þessu því þetta er svo mikil fíkn. Þess vegna held ég að þegar árin líða þá kemur þetta í bakið á okkur með ýmsum vandamálum, jafnvel munnkrabbameini."
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira