Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2012 16:03 Nordicphotos/getty John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. Ye Shiwen, sem er aðeins 16 ára, kom fyrst í mark í úrslitasundinu í gær og setti um leið nýtt heimsmet. Það var hins vegar frammistaða hennar í skriðsundinu sem vakti athygli Leonard og fleiri að hans sögn. „Kona syndir ekki hraðar en hraðasti karlmaður heims síðasta fjórðunginn af 400 metra fjórsundi eftir eðlilegt sund fram að því. Það gerist ekki," segir Leonard. Ye Shiwen synti síðustu 50 metrana hraðar en Ryan Lochte sem vann til gullverðlauna í sama sundi í karlaflokki á næsthraðasta tíma sögunnar. „Síðustu 100 metrarnir minntu okkur sem höfum verið í kringum íþróttina í lengri tíma um margt á sundfólk frá Austur-Þýskalandi á árum áður. Það minnti einnig á frammistöðu ungrar írskrar sundkonu í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Atlanta," sagði Leonard og vísaði þar til frammistöðu Bandaríkjakonunnar Michelle Smith árið 1996. Smith, nú Michelle de Bruin, vann til gullverðlauna í Atlanta 1996 en var tveimur árum síðar dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna steranotkunar. „Hún (Ye Shiwen) lítur út eins og ofurkona. Í öll þau skipti sem einhver hefur litið út eins og ofurkona hefur síðar komið í ljós að um lyfjanotkun hefur verið að ræða," hefur Guardian eftir Leonard. Sund Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Martin flottur í stórsigri Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Sjá meira
John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. Ye Shiwen, sem er aðeins 16 ára, kom fyrst í mark í úrslitasundinu í gær og setti um leið nýtt heimsmet. Það var hins vegar frammistaða hennar í skriðsundinu sem vakti athygli Leonard og fleiri að hans sögn. „Kona syndir ekki hraðar en hraðasti karlmaður heims síðasta fjórðunginn af 400 metra fjórsundi eftir eðlilegt sund fram að því. Það gerist ekki," segir Leonard. Ye Shiwen synti síðustu 50 metrana hraðar en Ryan Lochte sem vann til gullverðlauna í sama sundi í karlaflokki á næsthraðasta tíma sögunnar. „Síðustu 100 metrarnir minntu okkur sem höfum verið í kringum íþróttina í lengri tíma um margt á sundfólk frá Austur-Þýskalandi á árum áður. Það minnti einnig á frammistöðu ungrar írskrar sundkonu í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Atlanta," sagði Leonard og vísaði þar til frammistöðu Bandaríkjakonunnar Michelle Smith árið 1996. Smith, nú Michelle de Bruin, vann til gullverðlauna í Atlanta 1996 en var tveimur árum síðar dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna steranotkunar. „Hún (Ye Shiwen) lítur út eins og ofurkona. Í öll þau skipti sem einhver hefur litið út eins og ofurkona hefur síðar komið í ljós að um lyfjanotkun hefur verið að ræða," hefur Guardian eftir Leonard.
Sund Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Martin flottur í stórsigri Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Sjá meira