Innlent

Hvalirnir reknir frá landi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bátum sem voru við Akranes hefur tekist að reka grindhvalina frá landi, segir Stefán Þórðarson á Akranesi. Um 200 grindhvalir voru komnir nærri landi við Leyni á Akranesi í morgun eins og greint hefur verið frá. Stefán og Hermann Hermannsson vinur hans brugðust snarlega við þegar þrír af hvölunum voru nánast alveg komnir í strand og orðnir fastir. Þeir sóttu vöðlur og óðu ofan í sjóinn til að bjarga hvölunum.

„Þetta gekk bara mjög vel," sagði Stefán þegar Vísir talaði við hann í dag. „Þetta var ekkert stórmál. Þetta var meira svona ævintýramennska að fara í þetta, en það var að falla frá og þetta varð því að gerast mjög fljótt," bætti hann við.

Hann segir að þetta hafi tekið í mesta lagi fimmtán mínútur að losa hvalina. Einn hvalurinn hafi þó setið pikkfastur og verið orðinn svolítið blóðugur. Stefán telur þó ekki að hann hafi verið alvarlega særður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×