Evrópusambandið fær friðarverðlaun Guðsteinn skrifar 13. október 2012 06:00 Jose Manuel Barroso og Atle Leikvoll Forseti framkvæmdastjórnar ESB tekur við blómvendi frá sendiherra Noregs í Belgíu.nordicphotos/AFP Norska Nóbelsnefndin ætlar að veita Evrópusambandinu (ESB) friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir að hafa tryggt frið í Evrópu í sex áratugi. „Evrópusambandið á nú um stundir í alvarlegum efnahagslegum erfiðleikum með umtalsverðri félagslegri ólgu,“ segir í tilkynningu Nóbelsnefndarinnar: „Norska Nóbelsnefndin vill beina athyglinni að því sem hún telur mikilvægasta árangur Evrópusambandsins: Hinni árangursríku baráttu fyrir friði og sáttum og fyrir lýðræði og mannréttindum.“ ESB varð til úr umróti eftirstríðsáranna og hefur, að sögn nefndarinnar, sýnt fram á að gamlir óvinir geta orðið nánir samstarfsaðilar með því að byggja smám saman upp gagnkvæmt traust. „Við erum öll mjög stolt af því að hafa fengið þessi Nóbelsverðlaun,“ sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og tók fram að með því að segja „við“ ætti hann „ekki aðeins við Evrópuleiðtoga heldur alla evrópska ríkisborgara, bæði af þessari kynslóð og fyrri kynslóðum.“ Andstæðingar ESB furðuðu sig á þessari ákvörðun nefndarinnar. „Nóbelsverðlaun fyrir ESB. Þegar stjórnin í Brussel og öll Evrópa er að hrynja í eymd sinni. Hvað næst? Óskarsverðlaun handa Van Rompuy?“ spurði til dæmis hollenski þingmaðurinn Geert Wilders, sem barist hefur ákaft gegn ESB. Efnahagserfiðleikar ESB síðustu misserin og órói almennings vegna þeirra virðist reyndar hafa átt sinn þátt í því að norska Nóbelsnefndin tók þessa ákvörðun.„Ef evran liðast í sundur trúi ég að innri markaðurinn fari einnig að liðast í sundur. Og þá fáum við augljóslega nýja þjóðernisstefnu í Evrópu,“ segir Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar. „Við erum ekki með skoðun á því hvernig eigi að leysa þessi vandamál, en við sendum mjög sterk skilaboð um að við eigum að vera okkur þess meðvituð hvernig við fengum þessa Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.“ Nóbelsverðlaun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin ætlar að veita Evrópusambandinu (ESB) friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir að hafa tryggt frið í Evrópu í sex áratugi. „Evrópusambandið á nú um stundir í alvarlegum efnahagslegum erfiðleikum með umtalsverðri félagslegri ólgu,“ segir í tilkynningu Nóbelsnefndarinnar: „Norska Nóbelsnefndin vill beina athyglinni að því sem hún telur mikilvægasta árangur Evrópusambandsins: Hinni árangursríku baráttu fyrir friði og sáttum og fyrir lýðræði og mannréttindum.“ ESB varð til úr umróti eftirstríðsáranna og hefur, að sögn nefndarinnar, sýnt fram á að gamlir óvinir geta orðið nánir samstarfsaðilar með því að byggja smám saman upp gagnkvæmt traust. „Við erum öll mjög stolt af því að hafa fengið þessi Nóbelsverðlaun,“ sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og tók fram að með því að segja „við“ ætti hann „ekki aðeins við Evrópuleiðtoga heldur alla evrópska ríkisborgara, bæði af þessari kynslóð og fyrri kynslóðum.“ Andstæðingar ESB furðuðu sig á þessari ákvörðun nefndarinnar. „Nóbelsverðlaun fyrir ESB. Þegar stjórnin í Brussel og öll Evrópa er að hrynja í eymd sinni. Hvað næst? Óskarsverðlaun handa Van Rompuy?“ spurði til dæmis hollenski þingmaðurinn Geert Wilders, sem barist hefur ákaft gegn ESB. Efnahagserfiðleikar ESB síðustu misserin og órói almennings vegna þeirra virðist reyndar hafa átt sinn þátt í því að norska Nóbelsnefndin tók þessa ákvörðun.„Ef evran liðast í sundur trúi ég að innri markaðurinn fari einnig að liðast í sundur. Og þá fáum við augljóslega nýja þjóðernisstefnu í Evrópu,“ segir Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar. „Við erum ekki með skoðun á því hvernig eigi að leysa þessi vandamál, en við sendum mjög sterk skilaboð um að við eigum að vera okkur þess meðvituð hvernig við fengum þessa Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.“
Nóbelsverðlaun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira