Körfubolti

Keflavíkurkonur ekki í miklum vandræðum í Garðabænum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir
Sara Rún Hinriksdóttir Mynd/HAG
Keflavík vann 27 stiga sigur á Stjörnunni, 77-50, í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík lék án Birnu Valgarðsdóttur í leiknum en það kom ekki að sök. Keflavíkurkonur hafa því byrjað tímabilið á tveimur sannfærandi sigrum því þær unnu 30 stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur í fyrsta leik.

Keflavík var 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með 20 stiga forskot í hálfeik, 50-30. Stjörnuliðinu tókst að minnka muninn niður í 16 stig í þriðja leikhluta áður en Keflavíkurliðið gaf í og kláraði leikinn.

Sara Rún Hinriksdóttir var með 19 stig, 10 fráköst og 6 stolna bolta hjá Keflavík og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 13 stig og tók 11 fráköst í endurkomu sinni í Keflavík eftir ársdvöl í Vesturbænum. Pálína Gunnlaugsdóttir var síðan með 15 stig og 6 stolna bolta.

Heiðrún Ösp Hauksdóttir skoraði 13 stig fyrir Stjörnuna og þær Andrea Ösp Pálsdóttir og Bryndís Hanna Hreinsdóttir voru báðar með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×