Yngsti landsliðsfyrirliðinn í 35 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2012 08:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/AFP Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck afhenti Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliðabandið fyrir vináttulandsleikinn á móti Frökkum á sunnudaginn og Aron Einar var aftur fyrirliði íslenska liðsins á móti Svíum í fyrrakvöld. Aron Einar er fæddur í apríl 1989 og því nýorðinn 23 ára gamall. Það þarf að fara 35 ár aftur í tímann til þess að finna yngri landsliðsfyrirliða hjá íslenska karlalandsliðinu. Aron Einar er yngsti landsliðsfyrirliðinn síðan Ásgeir Sigurvinsson bar fyrirliðabandið í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977, þá aðeins 22 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þarna fyrirliði landsliðsins í annað og þriðja sinn en tveimur árum áður hafði hann sett metið. Ásgeir bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í útileik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975, þá aðeins 20 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þá leikmaður belgíska liðsins Standard Liege og var fyrirliði á sínum eigin heimavelli. Jóhannes Eðvaldsson var fyrirliði íslenska liðsins á þessum tíma og lék leikinn á móti Frökkum þremur dögum áður en fékk síðan ekki leyfi frá félagi sínu Celtic til að taka þátt í leiknum. „Það er glæsilegt að fá fyrirliðabandið og ég er að deyja úr stolti. Það var besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir þegar ég leiddi íslenska landsliðið út á völl. Ég er sáttur og ánægður með það," sagði Aron Einar eftir leikinn á móti Svíum. Þrátt fyrir ungan aldur er Aron Einar gríðarlega reynslumikill enda hefur hann verið atvinnumaður frá 2006 og var í vetur að klára sitt fjórða tímabil í ensku b-deildinni. Aron var langt frá því að vera elsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum við Frakka og Svía en hann var aftur á móti sá leikjahæsti þegar kemur að leikjum með A-landsliðinu.ÁSgeir Sigurvinsson Fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn aðeins 20 ára, 3 mánaða og 29 daga gamall.Aron Einar er nefnilega búinn að spila 28 landsleiki fyrir Ísland frá því hann fékk fyrsta tækifærið hjá Ólafi Jóhannessyni í vináttulandsleik á móti Hvíta-Rússlandi í febrúar 2008. Aron Einar, sem var þá ekki orðinn 19 ára gamall, var í byrjunarliðinu í fyrsta leik og lék alls 25 af 39 leikjum í þjálfara-tíð Ólafs, þar af 12 af 16 leikjum í keppni. Lars Lagerbäck vildi ekki gefa það upp að Aron Einar yrði framtíðarfyrirliði íslenska liðsins en Akureyringurinn hélt fyrirliðabandinu og hefur allt til þess að bera til að halda fyrirliðabandinu áfram. Þrátt fyrir að hafa fengið fyrirliðabandið svona ungur þá var Ásgeir Sigurvinsson aðeins fyrirliði í sjö landsleikjum á landsliðsferlinum og þar á meðal í síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum í Laugardalnum í september 1989. Aðalástæða þess var örugglega sú að Ásgeir lék aðeins 45 af 130 landsleikjum Íslands á landsliðsævi sinni. Í þá daga höfðu félagsliðin öll völdin og Ásgeir átti oft erfitt með að fá sig lausan í landsleiki enda algjör lykilmaður með sínum félagsliðum. Aron Einar hefur alla burði til að bera fyrirliðabandið mörgum sinnum til viðbótar enda líklegur fastamaður á miðju íslenska landsliðsins næstu árin. Það verður aftur á móti að koma í ljós hvort hann nái meti Atla Eðvaldssonar sem bar fyrirliðabandið 31 sinni á sínum landsliðsferli. Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck afhenti Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliðabandið fyrir vináttulandsleikinn á móti Frökkum á sunnudaginn og Aron Einar var aftur fyrirliði íslenska liðsins á móti Svíum í fyrrakvöld. Aron Einar er fæddur í apríl 1989 og því nýorðinn 23 ára gamall. Það þarf að fara 35 ár aftur í tímann til þess að finna yngri landsliðsfyrirliða hjá íslenska karlalandsliðinu. Aron Einar er yngsti landsliðsfyrirliðinn síðan Ásgeir Sigurvinsson bar fyrirliðabandið í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977, þá aðeins 22 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þarna fyrirliði landsliðsins í annað og þriðja sinn en tveimur árum áður hafði hann sett metið. Ásgeir bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í útileik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975, þá aðeins 20 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þá leikmaður belgíska liðsins Standard Liege og var fyrirliði á sínum eigin heimavelli. Jóhannes Eðvaldsson var fyrirliði íslenska liðsins á þessum tíma og lék leikinn á móti Frökkum þremur dögum áður en fékk síðan ekki leyfi frá félagi sínu Celtic til að taka þátt í leiknum. „Það er glæsilegt að fá fyrirliðabandið og ég er að deyja úr stolti. Það var besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir þegar ég leiddi íslenska landsliðið út á völl. Ég er sáttur og ánægður með það," sagði Aron Einar eftir leikinn á móti Svíum. Þrátt fyrir ungan aldur er Aron Einar gríðarlega reynslumikill enda hefur hann verið atvinnumaður frá 2006 og var í vetur að klára sitt fjórða tímabil í ensku b-deildinni. Aron var langt frá því að vera elsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum við Frakka og Svía en hann var aftur á móti sá leikjahæsti þegar kemur að leikjum með A-landsliðinu.ÁSgeir Sigurvinsson Fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn aðeins 20 ára, 3 mánaða og 29 daga gamall.Aron Einar er nefnilega búinn að spila 28 landsleiki fyrir Ísland frá því hann fékk fyrsta tækifærið hjá Ólafi Jóhannessyni í vináttulandsleik á móti Hvíta-Rússlandi í febrúar 2008. Aron Einar, sem var þá ekki orðinn 19 ára gamall, var í byrjunarliðinu í fyrsta leik og lék alls 25 af 39 leikjum í þjálfara-tíð Ólafs, þar af 12 af 16 leikjum í keppni. Lars Lagerbäck vildi ekki gefa það upp að Aron Einar yrði framtíðarfyrirliði íslenska liðsins en Akureyringurinn hélt fyrirliðabandinu og hefur allt til þess að bera til að halda fyrirliðabandinu áfram. Þrátt fyrir að hafa fengið fyrirliðabandið svona ungur þá var Ásgeir Sigurvinsson aðeins fyrirliði í sjö landsleikjum á landsliðsferlinum og þar á meðal í síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum í Laugardalnum í september 1989. Aðalástæða þess var örugglega sú að Ásgeir lék aðeins 45 af 130 landsleikjum Íslands á landsliðsævi sinni. Í þá daga höfðu félagsliðin öll völdin og Ásgeir átti oft erfitt með að fá sig lausan í landsleiki enda algjör lykilmaður með sínum félagsliðum. Aron Einar hefur alla burði til að bera fyrirliðabandið mörgum sinnum til viðbótar enda líklegur fastamaður á miðju íslenska landsliðsins næstu árin. Það verður aftur á móti að koma í ljós hvort hann nái meti Atla Eðvaldssonar sem bar fyrirliðabandið 31 sinni á sínum landsliðsferli.
Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira