Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er ekki á leiðinni í neitt kampavínspartí í kvöld því hann er farinn í fangelsi.
Mayweather byrjaði að afplána þriggja mánaða fangelsisdóm í dag fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni.
Boxarinn átti upphaflega að fara í steininn í janúar en hann fékk að fresta afplánuninni fram á sumar þar sem hann átti skipulagðan bardaga í byrjun maí.
Mayweather verður haldið frá hinum 3.200 föngunum fyrstu vikuna af öryggisástæðum. Hann mun fá einn klukkutíma á dag til þess að æfa sig utan klefans.
Búið að læsa Mayweather inni

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
